föstudagur, október 31, 2003
Enn einu sinni að koma helgi. Þetta líður alveg ótrúlega hratt. Hitti hópinn minn á bókasafninu í dag og byrjuðum að leita að heimildum. Í kvöld er svo á dagskránni að fara til Þórunnar þar sem við stelpurnar ætlum jafnvel að horfa á íslenskt Idol og fá okkur í glas. Gaman, gaman. Og á morgun kemur nóvember, úff.
fimmtudagur, október 30, 2003
Er ad bida eftir tvi ad hitta hopinn minn. Vid ætlum ad hitta supervisorinn tvi ad nu fyrst ad profid er buid fer verkefnid i fullan gang. Hef gert litid annad en ad sofa og horfa a sjonvarp tessa tvo daga. Reyndar for eg i erobik i gær i Fitnessdk. Tad verdur nu ad segjast ad danskan gerdi mer svoldid erfitt fyrir ad fylgjast med i timanum en eg nadi samhenginu.
þriðjudagur, október 28, 2003
Hej, í dag eru tveir mánuðir síðan ég kom hingað til Danmerkur. Ég hef aldrei áður verið svona lengi í útlöndum.
Illa farin og búin að vera. Þessi orð úr einhverjum klassiker með Sálinni eiga vel við núna. Ég held ég hafi aldrei verið eins þreytt á ævinni. Allt þetta stress var svo sannarlega ekki að tilefnislausu því þetta var erfiðasta próf sem ég hef tekið um ævina og hef ég nú tekið æði mörg. Önnur spurningin var ekkert tengd lesefninu og varð maður bara að gjöra svo vel að fara á stúfana og reyna að finna eitthvað efni til að svara henni. Jæja en þetta er búið og ég ætla að sofa í nokkra tíma. Ég vildi bara setja þetta niður svo að ég verði örugglega ekki búina að gleyma þessu þegar ég fæ út úr þessu blessaða prófi. Sú einkunn verður ekki beysin er ég hrædd um.
sunnudagur, október 26, 2003
Hætt að læra. Nú er bara að bíða eftir prófinu. Verð að reyna að sofa vel í nótt. Duldið stress. Já og þegar ég vaknaði í morgun þá var ég klukkutíma nær Íslandi í tíma en áður. Þeir breyta klukkunni víst kl. 3 eða eitthvað svoleiðis. Það hefði nú verið gaman að vera úti á djamminu.
laugardagur, október 25, 2003
Núna um helgina breyta þeir tímanum hér í Danmörku. Veit samt ekki hvenær það gerist, hvort það er í kvöld um miðnætti eða annað kvöld. Það hlýtur samt eiginlega vera um miðnætti annað meikar eiginlega ekki sens.
Er sæmilega laus við stress í augnablikinu, með skásta móti miðað við síðustu daga. Er alltaf verst á morgnanna þegar ég vakna. Morgunninn í dag var óvenju slæmur, ég meira segja kastaði upp hluta af korflexinu. Hef ekki verið svona síðan í stærðfræðiprófunum í fyrsta bekk í menntaskóla. Ég var eiginlega búin að gleyma því hvernig þetta væri. Núna um helgina er líka ár síðan ég útskrifaðist úr HÍ. Þessi helgi var því öllu skemmtilegri fyrir ári síðan en hún er núna. Kosturinn við lifnaðinn á mér síðustu viku er sá að ég eyði nánast engu vegna þess að ég geri ekki neitt. Þannig ef ég sit inni og les það sem eftir er árs þá gæti ég kannski lifað af námslánunum. Það væri það.
Er sæmilega laus við stress í augnablikinu, með skásta móti miðað við síðustu daga. Er alltaf verst á morgnanna þegar ég vakna. Morgunninn í dag var óvenju slæmur, ég meira segja kastaði upp hluta af korflexinu. Hef ekki verið svona síðan í stærðfræðiprófunum í fyrsta bekk í menntaskóla. Ég var eiginlega búin að gleyma því hvernig þetta væri. Núna um helgina er líka ár síðan ég útskrifaðist úr HÍ. Þessi helgi var því öllu skemmtilegri fyrir ári síðan en hún er núna. Kosturinn við lifnaðinn á mér síðustu viku er sá að ég eyði nánast engu vegna þess að ég geri ekki neitt. Þannig ef ég sit inni og les það sem eftir er árs þá gæti ég kannski lifað af námslánunum. Það væri það.
föstudagur, október 24, 2003
Pása frá bókunum. Er búin að lesa pásulaust síðan hálf ellefu í morgun. Kveikti því á sjónvarpinu og tölvunni og fékk mér að borða. Beverly Hills classic er á skjáum. Geysilega spennandi. Ætla svo að lesa eina grein í viðbót og slappa síðan af í kvöld. Snerti ekki á bókunum eftir klukkan 8 í kvöld, þetta skipti ætla ég að standa við það.
Afhverju ætli classic sé bætt við nafnið? Hvernig ætli óklassískur þáttur sé?
Afhverju ætli classic sé bætt við nafnið? Hvernig ætli óklassískur þáttur sé?
fimmtudagur, október 23, 2003
Prófið mikla nálgast óðum og því er ég í próftíðarmódi þessa dagana. Þetta þýðir lestur og aftur lestur allan daginn þangað til maður næstum ælir. Svo er það sólarhrings heimapróf sem byrjar á mánudagsmorguninn og er upp úr öllu lesefninu í kúrsunum þremur. Ég er ansi stressuð, stressaðri en ég hef orðið fyrir próf í nokkur ár. Ástæðan er held ég sú að þetta er eitthvað nýtt, ég kann ekki á þetta. Heima í háskólanum var maður orðin svo vanur öllu, kunni alveg á þetta. Vandamálið er nefnilega ekki það að ég sé ekki búin að vera dugleg að lesa eins og oft áður, þvert á móti hef ég verið tiltölulega dugleg. En hvað um það ég hætt að lesa í kvöld, búin að fá gjörsamlega nóg af skilgreiningum á hugmyndafræði og áhrifum hnattvæðingar á skiptingu vinnuafls. Ætla að horfa á eitthvað bull í sjónvarpinu og reyndar skipuleggja glósurnar mínar. En ekki meiri lestur í kvöld og hana nú.
miðvikudagur, október 22, 2003
Tre dages busstrejke er slut, eru bestu fréttir dagsins. Á mánudaginn var lagði nefnilega hluti strætóbílstjóra bæjarins niður vinnu. Og meðal annars allir þeir sem keyrðu leiðina frá mér í háskólann. Þetta þýddi að í gær og dag varð ég að labba í hálftíma niður í bæ og taka þar strætó sem fór ekki í verkfall. Þetta var sérstaklega leiðinlegt í morgun, þurfti að arka af stað kl. 7 í skítakulda og myrkri, bíða heillengi eftir strætó sem kom alltof seint og var þar að auki yfirfullur. Ég var samt ein af þeim heppnu því ég fékk yfirleitt að koma með. Afleiðingin var sú að ég mætti of seint í skólann þótt ég hefði lagt af stað að heiman góðum klukkutíma áður en tíminn byrjaði. Það var því afskaplega gleðilegt að sjá gula tvistinn sem birtist við strætóstoppið í skólanum áðan og keyrði mér því sem næst heim að dyrum. Vonandi þýðir þetta að hremmingum mínum í danska almenningssamgöngukerfinu sé lokið í bili allavega.
mánudagur, október 20, 2003
Komin heim til Aalborg. Fyndið að vera farin að líta á þennan bæ sem svoldið heima. Ferðin heim var bæði löng og ströng. Til að byrja með þurfti ég að skipta x2 um lest bara á leiðinni niður á aðallestarstöðina í Köben. Það var víst verið að gera við eitthvað og svona. Lestin til Aalborg var svo kúfull af fólki og öll sæti upppöntuð. Þannig að ég og Helga, sem ég hitti fyrir tilviljun á lestarstöðinni, skiptum oft um sæti og þurftum að standa hluta af leiðinni. Ekki bætti heldur úr skák að við vorum í reykvagni. Þegar ég loksins kom heim var mér orðið illt í hálsinum og þurfti að fara í sturtu bara til að losna við lyktina.
Í dag var svo planið að lesa eins og brjálæðingur þar sem prófið er eftir viku. Ég er búin að lesa svoldið en þarf að lesa slatta í viðbót til þess að vera sátt við daginn. Jæja þetta þýðir ekki.
Í dag var svo planið að lesa eins og brjálæðingur þar sem prófið er eftir viku. Ég er búin að lesa svoldið en þarf að lesa slatta í viðbót til þess að vera sátt við daginn. Jæja þetta þýðir ekki.
laugardagur, október 18, 2003
Jæja þá fer veru minni í höfuðborginni að ljúka. Þetta er búið að vera fínt en það verður samt gott að koma aftur heim til Alorg. Þá tekur alvara lífsins aftur við með tilheyrandi lestri. En í kvöld er ætlunin að fá sér aðeins í glas og kíkja út svona til þess að slútta þessu. Var einmitt núna að opna fyrsta Carlsberg kvöldsins sem að sjálfsögðu er í plastflösku. Léttara að bera þær en glerið sjáðu til.
Annars var ég að komast að því mér til lítillar gleði að ég þarf að lifa á rúmlega 50 þús. kr. ísl. á mánuði fram í janúar. Þetta segir LÍN allavega og ekki lýgur sú stofnun. Það er að vísu auðveldara að lifa af þessu hér en heima en samt ekki framkvæmanlegt að mínu viti. Ég verð því að fara í mína digru sjóði til þess að eiga fyrir salti í grautinn eða öllu heldur Carlsberg á djammið. Reyndar eru mínir sjóðir ekki svo digrir svo líklegt er að leitað verði á náðir bankastofnanna innan tíðar. En hvað um það ég ætla að hætta að hugsa um þetta og halda frekar áfram að drekka bjórinn minn.
Annars var ég að komast að því mér til lítillar gleði að ég þarf að lifa á rúmlega 50 þús. kr. ísl. á mánuði fram í janúar. Þetta segir LÍN allavega og ekki lýgur sú stofnun. Það er að vísu auðveldara að lifa af þessu hér en heima en samt ekki framkvæmanlegt að mínu viti. Ég verð því að fara í mína digru sjóði til þess að eiga fyrir salti í grautinn eða öllu heldur Carlsberg á djammið. Reyndar eru mínir sjóðir ekki svo digrir svo líklegt er að leitað verði á náðir bankastofnanna innan tíðar. En hvað um það ég ætla að hætta að hugsa um þetta og halda frekar áfram að drekka bjórinn minn.
fimmtudagur, október 16, 2003
Í dag er stór dagur því annað barnanna minna er tveggja ára í dag. Ég tel mig nefnilega með nokkrum rétti geta talið tvö börn í þessum heimi mín. Annað þeirra er auðvitað systurdóttir mín og guðdóttir Tanja Kristín og hitt er afmælisbarnið Linda María. Ég bjó með mömmu hennar meðan hún var ólétt og fyrstu átta mánuði ævi Lindu Maríu. Ég skipti meira segja á henni þegar hún var bara nokkura klukkutíma gömul. Hún fékk margar góðar gjafir í dag og frá mér fékk hún grænan snigil. Já svona stóran, skærgrænan snigil sem hægt er að rugga sér á. Alveg stórskemmtilegt fyrirbæri. Á morgun er svo afmælisveisla og ég og mamma hennar ætlum að baka köku. Eða blanda mjólk og smjöri út í svona duft. Aldrei að gera hlutina flóknari en þeir þurfa að vera.
miðvikudagur, október 15, 2003
Komin með einhverja flensu, smá kvef og hálsbólgu. Það er líka skítakuldi hérna, sumarið er víst endanlega búið. Fórum niður í bæ í dag og ég prófaði enn eina lestina, Metro. Hún er að mestu neðanjarðar, fer svaka hratt og það er enginn bílstjóri. Voða fínt og flott.
þriðjudagur, október 14, 2003
Komst heil til Köben. Er farin að kunna aðeins betur á danska almenningssamgöngukerfið, veit allavega hvaða spurninga á að spyrja. Gekk því smurt að taka strætó, inter-city lest, S-lest og aftur strætó.
Í dag á frú Þóra Ágústsdóttir frá Gröf í Miðfirði afmæli en hún er 76 ára í dag. Eins og glöggir lesendur gera sér vonandi grein fyrir er ég alnafna hennar. Það er ekki að ástæðulausu því hún er amma mín. Á eftir ætla ég að hringja í hana í tilefni dagsins. Ég hef ekki talað við hana síðan í ágúst held ég.
Í dag á frú Þóra Ágústsdóttir frá Gröf í Miðfirði afmæli en hún er 76 ára í dag. Eins og glöggir lesendur gera sér vonandi grein fyrir er ég alnafna hennar. Það er ekki að ástæðulausu því hún er amma mín. Á eftir ætla ég að hringja í hana í tilefni dagsins. Ég hef ekki talað við hana síðan í ágúst held ég.
sunnudagur, október 12, 2003
Í dag er marþonlestur. Búin að lesa fjórar greinar og ætla að lesa tvær í viðbót. Á morgun er það svo kóngsins Köbenhavn. Þar ætla ég að eyða haustfríinu hjá henni Ásu vinkonu. Skrítið að fá viku frí svona þegar önnin er nýbyrjuð.
Er búin að vera að lesa þessa 100 atriða lista, komst að ýmsu sem ég vissi ekki. Til hamingju Dagný, gjeið er óðum að fjölga sér. Veit samt ekki hvort ég treysti mér í svona lista.
Er búin að vera að lesa þessa 100 atriða lista, komst að ýmsu sem ég vissi ekki. Til hamingju Dagný, gjeið er óðum að fjölga sér. Veit samt ekki hvort ég treysti mér í svona lista.
laugardagur, október 11, 2003
Sem sannur Íslendingur tel ég það skyldu mína að horfa á landsleikinn, Ísland Þýskaland. Ég verð að vísu að horfa á hann frá sjónarhóli andstæðingsins á þýsku stöðinni ZDF. Verð að viðurkenna að það er betra að hafa lýsinguna á íslensku en á þýsku. En það gæti verið verra, ég skil smá.
Frábær afmælisdagur. Fór fyrst í skólann og svo að versla með Dögg. Keypti skó og fleira. Þegar ég kom heim talaði ég við alla, mömmu og pabba, Birnu systur, Bjarnhildi, Bergþóru, Ásu og Auði. Síðan komu elsku Þórunn og Helgi mér á óvart með því að koma með afmælisköku handa mér. Síðan var það partý hjá hinum kanadíska Erin, frábært teiti. Núna ætla ég að fá mér franskar og ís. Klukkan 10 í fyrramálið ætla ég svo að fara á pósthúsið og ná í pakkann minn. Og ef ég verð í miklu stuði ætla ég til Köben. Ég sem hélt að 25 ára afmælið mitt yrði leiðinlegt. Boy was I wrong.
fimmtudagur, október 09, 2003
Mörg ný brögð í alþjóðlega matarteitinu. Indverski kjúklingurinn og ungverski kartöflurétturinn vöktu sérstaklega lukku hjá mér. Nú ætla ég að fara að sofa. Fjandinn að ég megi ekki sofa út á morgun af öllum dögum.
Hrós dagsins og ég held bara hrós vikunnar fá nágrannar mínir elskulegir þau Þórunn og Helgi. Þau fóru með mér í Bilka á bílnum sínum. Sjónvarpið var bilaða allavega prófuðu þeir það og létu mig síðan orðalaust fá nýtt. Einfalt og gott. Svo nú er aftur color in my life.
Ég var að enda við það að búa til rækjusalat. Ekki handa mér heldur samnemundum mínum. Á eftir er nefnilega international food party. Ég veit að rækjusalat er ekki beinlínis þjóðarréttur Íslendinga en ég meina Íslendingar borða stundum rækjusalat. Ef ég hefði ætlað að vera alvöru íslensk þá hefði ég þurft að flytja inn hráefni.
Ég var að enda við það að búa til rækjusalat. Ekki handa mér heldur samnemundum mínum. Á eftir er nefnilega international food party. Ég veit að rækjusalat er ekki beinlínis þjóðarréttur Íslendinga en ég meina Íslendingar borða stundum rækjusalat. Ef ég hefði ætlað að vera alvöru íslensk þá hefði ég þurft að flytja inn hráefni.
miðvikudagur, október 08, 2003
Hef ekki lært svona mikið síðan ég var að skrifa BA ritgerðina fyrir um ári síðan. Hætti kl. 9 og fékk mér að borða. Ætla svo að gera aðeins meira seinna í kvöld. Global Governess var efni dagsins og svo auðvitað Globalization. Það er alveg sama hvað ég les það er alltaf eitthvað talað um hnattvæðinguna. En jæja núna ætla ég að slappa af.
Nei, nei, nei brast ekki bara sjónvarpið mitt á með lit þegar blaðamannafundurinn byrjaði. Þetta er greinilega danskt sjónvarp með ríka þjóðerniskennd. Eini liturinn sem ég hef séð í nokkra daga.
En, jæja, hann er farinn aftur. Nei, sko hún Maja talar bara ágætis dönsku. Ég skil hana alveg. Talar líka hægt og svona. Svo skipti hún aftur yfir á enskuna. Sko ég og Mary eigum bara eitthvað sameiginlegt.
En, jæja, hann er farinn aftur. Nei, sko hún Maja talar bara ágætis dönsku. Ég skil hana alveg. Talar líka hægt og svona. Svo skipti hún aftur yfir á enskuna. Sko ég og Mary eigum bara eitthvað sameiginlegt.
Eins og mér finnst nú leiðinlegt að keyra finnst mér enn leiðinlegra að fara í strætó. Sérstaklega þegar ég þarf að standa. Hér taka nefnilega ekki bara börn, útlendingar, gamalmenni og öryrkjar strætó. Hér er allavegana fólk í strætó. Í dag er líka rigning hér í borg svo að það voru extra margir og ég var 10 mín. lengur á leiðinni úr skólanum en venjulega. Það er samt skárra að standa í strætó en í lestinni, nýjar upplifanir eru ekki endilega allar skemmtilegar. Þetta var líka erfiður dagur í skólanum, 6 tímar í fyrsta og eina skipti í vetur.
En þrátt fyrir tafir náði ég heim í tíma fyrir trúlofun þeirra skötuhjúa Friðriks og Mary. Það kemst lítið annað að hérna núna allavega í fjölmiðlum. Annars virðist þeim nú almennt lítast ágætlega á stúlkuna. En hvernig stendur á því að prinsarnir ná sér báðir í erlendar konur?
En þrátt fyrir tafir náði ég heim í tíma fyrir trúlofun þeirra skötuhjúa Friðriks og Mary. Það kemst lítið annað að hérna núna allavega í fjölmiðlum. Annars virðist þeim nú almennt lítast ágætlega á stúlkuna. En hvernig stendur á því að prinsarnir ná sér báðir í erlendar konur?
þriðjudagur, október 07, 2003
Ég er ekki alveg upp á mitt besta í dag. Er farin að finna fyrir snert af prófkvíða. Það verður eitt próf upp úr öllu námsefninu 27. okt. Sólarhrings heimapróf upp námsefninu í öllum þremur kúrsunum. Þá er það svo sannarlega að duga eða drepast. Þetta stress gerir það reyndar að verkum að ég er farin að lesa að einhverju viti. Ég ætla svo sannarlega ekki að geta kennt því um ef illa gengur í þessu prófi. Það sem ég er hræddust um er að ég taki prófið og finnist ég hafa gengið ágætlega en svo kemur annað í ljós þegar ég fæ það tilbaka. Semsagt að ég hafi ekki staðist þær væntingar og kröfur sem gerðar voru. But anywho...
mánudagur, október 06, 2003
Er ekki undir áhrifum áfengis eins við ritun síðustu færslu. Þoli ekki mánudaga. Þarf að mæta kl. 8 í skólann sem þýðir að ég vakna kl. 6:30 og ég er alltaf lítt sofin.
Var að lesa grein um alþjóðakerfið á 19. öld og hvernig það leið undir lok. Kemur á óvart hvað námsefnið er tengt sögunni. Sagnfræðin kemur sér vel. Ekki dugir að slóra, næsta grein bíður mín og ég ætla að klára hana fyrir kvöldmat. Kjúklingur í matinn í kvöld, nammi namm.
Var að lesa grein um alþjóðakerfið á 19. öld og hvernig það leið undir lok. Kemur á óvart hvað námsefnið er tengt sögunni. Sagnfræðin kemur sér vel. Ekki dugir að slóra, næsta grein bíður mín og ég ætla að klára hana fyrir kvöldmat. Kjúklingur í matinn í kvöld, nammi namm.
sunnudagur, október 05, 2003
Ætti að vera farin að sofa. Það er meira að segja orðið bjart úti. Fínt djamm. Fór á fáranlega marga staði á Jomfru Ane gade. Labbaði heim úr bænum því Helga týndi jakkanum sínum og veskinu og varð að fá lánaðan leigubílapening. Ég komst heim á höldnu þrátt fyrir að ég væri í útlöndum.
laugardagur, október 04, 2003
Hef ekki sofið svona lengi síðan í sumar einhvern tímann. Svaf í næstum því tólf tíma. Nú ætla ég að fá mér að borða og væluþáttin Dawsons Creek. Þægilegt að það sé alltaf eitthvað í sjónvarpinu sem hægt er að horfa á. Annars yrði ég bara að læra eða eitthvað.
föstudagur, október 03, 2003
Dreymdi hryllilega illa í nótt. Amma á Jaðri og mamma dóu bara með nokkura daga millibili. Mér leið náttúrulega hræðilega illa, verr en mér hefur nokkru sinni liðið í alvörunni. Skrítið að manni geti dreymt svona sterkt tilfinningar og líðan sem maður hefur aldrei upplifað í raunveruleikanum. Það var líka skrítið að dreyma að amma væri að deyja því hún dó þegar ég var tólf ára.
Þrátt fyrir leiðinlega byrjun var dagurinn ágætur. Hitti hópinn minn í morgun og við gerðum eitthvað af viti. Eftir hádegi var svo fundur hjá nemendafélaginu um kennsluna í kúrsunum okkar. Það er nefnilega almenn óánægja með einn kúrsinn, Culture, Ethnicity and Politics. Óánægjan felst aðallega í því að annar kennarinn veit ekkert um efnið og hinn er ekki að segja manni neitt sem maður vissi ekki áður. Það er ekki gott afspurnar á masters-stigi í háskóla. Á fundinum og eftir hann var auðvitað drukkin bjór. Nema hvað, klukkan var náttúrulega alveg orðin tvö eftir hádegi. Ég fékk mér bara einn. Ég er bara ekki þessi dagdrykkjutýpa.
Kvöldinu ætla ég svo að eyða fyrir framan imbann. Fer að djamma annað kvöld og er ekki að nenna að fara út tvö kvöld í röð. Svona er maður nú orðin gamall. Jæja ég ætla að fara og fá mér ís. Danir kunna sko að búa til jógúrtís.
Þrátt fyrir leiðinlega byrjun var dagurinn ágætur. Hitti hópinn minn í morgun og við gerðum eitthvað af viti. Eftir hádegi var svo fundur hjá nemendafélaginu um kennsluna í kúrsunum okkar. Það er nefnilega almenn óánægja með einn kúrsinn, Culture, Ethnicity and Politics. Óánægjan felst aðallega í því að annar kennarinn veit ekkert um efnið og hinn er ekki að segja manni neitt sem maður vissi ekki áður. Það er ekki gott afspurnar á masters-stigi í háskóla. Á fundinum og eftir hann var auðvitað drukkin bjór. Nema hvað, klukkan var náttúrulega alveg orðin tvö eftir hádegi. Ég fékk mér bara einn. Ég er bara ekki þessi dagdrykkjutýpa.
Kvöldinu ætla ég svo að eyða fyrir framan imbann. Fer að djamma annað kvöld og er ekki að nenna að fara út tvö kvöld í röð. Svona er maður nú orðin gamall. Jæja ég ætla að fara og fá mér ís. Danir kunna sko að búa til jógúrtís.
miðvikudagur, október 01, 2003
Í dag er stór dagur. Það er náttúrulega þjóðhátíðardagur Kínverja í dag ef ég man rétt og þeir eru jú ansi margir. En það er ekki það sem gleður mig svo mjög. Heldur er það sú staðreynd að ég er komin með sítengingu. Nú þarf ég ekki lengur að takamarka tíma minn á netinu heldur get ég verið online allan liðlangan daginn. Í tilefni dagsisn hef ég því eytt síðustu tveimur tímum á msn að tala við hina og þessa skemmtilega. Reyndar er þetta bara 64kb/s tenging en það er alveg nóg fyrir mig og ódýrt er það sem skiptir jú miklu máli. Og ég setti þetta allt saman upp alveg sjálf með bara smá hjálp frá TDC. Ef ég vissi ekki betur þá myndi ég halda að ég væri tölvusnillingur.
Jæja ég ætti að fara að læra en ég er svo svöng eftir öll þessi samskipti að ég verð að fara út í búð og kaupa mér að éta. Auf wieder.
Jæja ég ætti að fara að læra en ég er svo svöng eftir öll þessi samskipti að ég verð að fara út í búð og kaupa mér að éta. Auf wieder.