Tre dages busstrejke er slut, eru bestu fréttir dagsins. Á mánudaginn var lagði nefnilega hluti strætóbílstjóra bæjarins niður vinnu. Og meðal annars allir þeir sem keyrðu leiðina frá mér í háskólann. Þetta þýddi að í gær og dag varð ég að labba í hálftíma niður í bæ og taka þar strætó sem fór ekki í verkfall. Þetta var sérstaklega leiðinlegt í morgun, þurfti að arka af stað kl. 7 í skítakulda og myrkri, bíða heillengi eftir strætó sem kom alltof seint og var þar að auki yfirfullur. Ég var samt ein af þeim heppnu því ég fékk yfirleitt að koma með. Afleiðingin var sú að ég mætti of seint í skólann þótt ég hefði lagt af stað að heiman góðum klukkutíma áður en tíminn byrjaði. Það var því afskaplega gleðilegt að sjá gula tvistinn sem birtist við strætóstoppið í skólanum áðan og keyrði mér því sem næst heim að dyrum. Vonandi þýðir þetta að hremmingum mínum í danska almenningssamgöngukerfinu sé lokið í bili allavega.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home