fimmtudagur, október 23, 2003

Prófið mikla nálgast óðum og því er ég í próftíðarmódi þessa dagana. Þetta þýðir lestur og aftur lestur allan daginn þangað til maður næstum ælir. Svo er það sólarhrings heimapróf sem byrjar á mánudagsmorguninn og er upp úr öllu lesefninu í kúrsunum þremur. Ég er ansi stressuð, stressaðri en ég hef orðið fyrir próf í nokkur ár. Ástæðan er held ég sú að þetta er eitthvað nýtt, ég kann ekki á þetta. Heima í háskólanum var maður orðin svo vanur öllu, kunni alveg á þetta. Vandamálið er nefnilega ekki það að ég sé ekki búin að vera dugleg að lesa eins og oft áður, þvert á móti hef ég verið tiltölulega dugleg. En hvað um það ég hætt að lesa í kvöld, búin að fá gjörsamlega nóg af skilgreiningum á hugmyndafræði og áhrifum hnattvæðingar á skiptingu vinnuafls. Ætla að horfa á eitthvað bull í sjónvarpinu og reyndar skipuleggja glósurnar mínar. En ekki meiri lestur í kvöld og hana nú.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home