föstudagur, október 03, 2003

Dreymdi hryllilega illa í nótt. Amma á Jaðri og mamma dóu bara með nokkura daga millibili. Mér leið náttúrulega hræðilega illa, verr en mér hefur nokkru sinni liðið í alvörunni. Skrítið að manni geti dreymt svona sterkt tilfinningar og líðan sem maður hefur aldrei upplifað í raunveruleikanum. Það var líka skrítið að dreyma að amma væri að deyja því hún dó þegar ég var tólf ára.
Þrátt fyrir leiðinlega byrjun var dagurinn ágætur. Hitti hópinn minn í morgun og við gerðum eitthvað af viti. Eftir hádegi var svo fundur hjá nemendafélaginu um kennsluna í kúrsunum okkar. Það er nefnilega almenn óánægja með einn kúrsinn, Culture, Ethnicity and Politics. Óánægjan felst aðallega í því að annar kennarinn veit ekkert um efnið og hinn er ekki að segja manni neitt sem maður vissi ekki áður. Það er ekki gott afspurnar á masters-stigi í háskóla. Á fundinum og eftir hann var auðvitað drukkin bjór. Nema hvað, klukkan var náttúrulega alveg orðin tvö eftir hádegi. Ég fékk mér bara einn. Ég er bara ekki þessi dagdrykkjutýpa.
Kvöldinu ætla ég svo að eyða fyrir framan imbann. Fer að djamma annað kvöld og er ekki að nenna að fara út tvö kvöld í röð. Svona er maður nú orðin gamall. Jæja ég ætla að fara og fá mér ís. Danir kunna sko að búa til jógúrtís.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home