föstudagur, október 24, 2003

Pása frá bókunum. Er búin að lesa pásulaust síðan hálf ellefu í morgun. Kveikti því á sjónvarpinu og tölvunni og fékk mér að borða. Beverly Hills classic er á skjáum. Geysilega spennandi. Ætla svo að lesa eina grein í viðbót og slappa síðan af í kvöld. Snerti ekki á bókunum eftir klukkan 8 í kvöld, þetta skipti ætla ég að standa við það.
Afhverju ætli classic sé bætt við nafnið? Hvernig ætli óklassískur þáttur sé?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home