Illa farin og búin að vera. Þessi orð úr einhverjum klassiker með Sálinni eiga vel við núna. Ég held ég hafi aldrei verið eins þreytt á ævinni. Allt þetta stress var svo sannarlega ekki að tilefnislausu því þetta var erfiðasta próf sem ég hef tekið um ævina og hef ég nú tekið æði mörg. Önnur spurningin var ekkert tengd lesefninu og varð maður bara að gjöra svo vel að fara á stúfana og reyna að finna eitthvað efni til að svara henni. Jæja en þetta er búið og ég ætla að sofa í nokkra tíma. Ég vildi bara setja þetta niður svo að ég verði örugglega ekki búina að gleyma þessu þegar ég fæ út úr þessu blessaða prófi. Sú einkunn verður ekki beysin er ég hrædd um.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home