miðvikudagur, október 08, 2003

Eins og mér finnst nú leiðinlegt að keyra finnst mér enn leiðinlegra að fara í strætó. Sérstaklega þegar ég þarf að standa. Hér taka nefnilega ekki bara börn, útlendingar, gamalmenni og öryrkjar strætó. Hér er allavegana fólk í strætó. Í dag er líka rigning hér í borg svo að það voru extra margir og ég var 10 mín. lengur á leiðinni úr skólanum en venjulega. Það er samt skárra að standa í strætó en í lestinni, nýjar upplifanir eru ekki endilega allar skemmtilegar. Þetta var líka erfiður dagur í skólanum, 6 tímar í fyrsta og eina skipti í vetur.
En þrátt fyrir tafir náði ég heim í tíma fyrir trúlofun þeirra skötuhjúa Friðriks og Mary. Það kemst lítið annað að hérna núna allavega í fjölmiðlum. Annars virðist þeim nú almennt lítast ágætlega á stúlkuna. En hvernig stendur á því að prinsarnir ná sér báðir í erlendar konur?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home