fimmtudagur, október 09, 2003

Hrós dagsins og ég held bara hrós vikunnar fá nágrannar mínir elskulegir þau Þórunn og Helgi. Þau fóru með mér í Bilka á bílnum sínum. Sjónvarpið var bilaða allavega prófuðu þeir það og létu mig síðan orðalaust fá nýtt. Einfalt og gott. Svo nú er aftur color in my life.
Ég var að enda við það að búa til rækjusalat. Ekki handa mér heldur samnemundum mínum. Á eftir er nefnilega international food party. Ég veit að rækjusalat er ekki beinlínis þjóðarréttur Íslendinga en ég meina Íslendingar borða stundum rækjusalat. Ef ég hefði ætlað að vera alvöru íslensk þá hefði ég þurft að flytja inn hráefni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home