Ég er ekki alveg upp á mitt besta í dag. Er farin að finna fyrir snert af prófkvíða. Það verður eitt próf upp úr öllu námsefninu 27. okt. Sólarhrings heimapróf upp námsefninu í öllum þremur kúrsunum. Þá er það svo sannarlega að duga eða drepast. Þetta stress gerir það reyndar að verkum að ég er farin að lesa að einhverju viti. Ég ætla svo sannarlega ekki að geta kennt því um ef illa gengur í þessu prófi. Það sem ég er hræddust um er að ég taki prófið og finnist ég hafa gengið ágætlega en svo kemur annað í ljós þegar ég fæ það tilbaka. Semsagt að ég hafi ekki staðist þær væntingar og kröfur sem gerðar voru. But anywho...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home