mánudagur, október 20, 2003

Komin heim til Aalborg. Fyndið að vera farin að líta á þennan bæ sem svoldið heima. Ferðin heim var bæði löng og ströng. Til að byrja með þurfti ég að skipta x2 um lest bara á leiðinni niður á aðallestarstöðina í Köben. Það var víst verið að gera við eitthvað og svona. Lestin til Aalborg var svo kúfull af fólki og öll sæti upppöntuð. Þannig að ég og Helga, sem ég hitti fyrir tilviljun á lestarstöðinni, skiptum oft um sæti og þurftum að standa hluta af leiðinni. Ekki bætti heldur úr skák að við vorum í reykvagni. Þegar ég loksins kom heim var mér orðið illt í hálsinum og þurfti að fara í sturtu bara til að losna við lyktina.
Í dag var svo planið að lesa eins og brjálæðingur þar sem prófið er eftir viku. Ég er búin að lesa svoldið en þarf að lesa slatta í viðbót til þess að vera sátt við daginn. Jæja þetta þýðir ekki.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home