Í dag er stór dagur því annað barnanna minna er tveggja ára í dag. Ég tel mig nefnilega með nokkrum rétti geta talið tvö börn í þessum heimi mín. Annað þeirra er auðvitað systurdóttir mín og guðdóttir Tanja Kristín og hitt er afmælisbarnið Linda María. Ég bjó með mömmu hennar meðan hún var ólétt og fyrstu átta mánuði ævi Lindu Maríu. Ég skipti meira segja á henni þegar hún var bara nokkura klukkutíma gömul. Hún fékk margar góðar gjafir í dag og frá mér fékk hún grænan snigil. Já svona stóran, skærgrænan snigil sem hægt er að rugga sér á. Alveg stórskemmtilegt fyrirbæri. Á morgun er svo afmælisveisla og ég og mamma hennar ætlum að baka köku. Eða blanda mjólk og smjöri út í svona duft. Aldrei að gera hlutina flóknari en þeir þurfa að vera.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home