laugardagur, október 25, 2003

Núna um helgina breyta þeir tímanum hér í Danmörku. Veit samt ekki hvenær það gerist, hvort það er í kvöld um miðnætti eða annað kvöld. Það hlýtur samt eiginlega vera um miðnætti annað meikar eiginlega ekki sens.
Er sæmilega laus við stress í augnablikinu, með skásta móti miðað við síðustu daga. Er alltaf verst á morgnanna þegar ég vakna. Morgunninn í dag var óvenju slæmur, ég meira segja kastaði upp hluta af korflexinu. Hef ekki verið svona síðan í stærðfræðiprófunum í fyrsta bekk í menntaskóla. Ég var eiginlega búin að gleyma því hvernig þetta væri. Núna um helgina er líka ár síðan ég útskrifaðist úr HÍ. Þessi helgi var því öllu skemmtilegri fyrir ári síðan en hún er núna. Kosturinn við lifnaðinn á mér síðustu viku er sá að ég eyði nánast engu vegna þess að ég geri ekki neitt. Þannig ef ég sit inni og les það sem eftir er árs þá gæti ég kannski lifað af námslánunum. Það væri það.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home