mánudagur, janúar 27, 2003
Ég held ég sé bara að verða veik. Það er einhver drulla í hálsinum á mér svo að ég er meira að segja farin að lepja heitt kakó. Það er venjulega óbrigðult merki um óheilbrigði einhverskonar, ég drekk nánast aldrei heita drykki.
laugardagur, janúar 25, 2003
Hitti áðan á förnum vegi bekkjarsystur mína úr grunnskóla. Halla Kristín heitir hún og það sem gerði þetta sérstaklega skemmtilegt var að hún er komin rúmlega sjö mánuði á leið. Hún leit bara mjög vel út. Svo eiga víst tvö önnur bekkjarsystkini mín von á sínum fyrsti börnum í vor. Mér telst því til, þegar þessi verða komin í heiminn, að við séum 9 af 18 manna bekk sem eigum eftir að fjölga okkur. Þar af eru 6 stelpur. Ég stefni að því að verða síðust, þó ekki af öllum heldur bara af stelpunum. Því ég óttast það að ef ég bíð eftir öllum strákunum geti ég beðið út í það óendanlega. Voðalega er ég nastí. Stelpurnar eru hinsvegar nokkur safe.
föstudagur, janúar 24, 2003
Mig langar svo í nammi. Það heldur ekkert að gera hérna, síðustu 2 dagar hafa reyndar verið óvenju rólegir.
Ég var að lesa bloggið hennar Sigrúnar þar sem hún talar um þjóðernið og grænlensku lopapeysurnar. Þessi umræða hennar minnti mig á upphlutinn minn sem ég á inn í skáp heima. Mamma saumaði hann fyrir árshátíðina á lokaári mínu í MA og ég útskrifaðist líka í honum. Mér fannst hann fínn og ég verð að viðurkenna að mér hefur sjaldan fundist ég fínni en í honum.
En svo fór ég í sagnfræðina og fór að læra og hugsa um ýmsa nýja hluti. Meðal þess voru hlutir eins og þjóð, þjóðerni, sameiginlegar minningar og hvernig sagan er oft búin til. Þjóðbúningar okkar íslendinga eru hluti af þessu. Einhvern tímann um aldarmótinn 1900 voru þessir búningar búnir til held ég og í ákveðnum tilgangi, til þess að hamla gegn erlendum og óæskilegum áhrifum.
Mér finnst búningurinn minn reyndar enn fínn en ég hef ekki farið í hann síðan á útskriftinni minni vorið 1998. Mér finnst ef ég fer í hann t.d. á 17. júní að ég sé á einhvern hátt fulltrúi fyrir úrelta þjóðernisstefnu og kennd en það vil ég ekki sem nútímamanneskja. Kannski er þetta bull hjá mér. Þjóðbúningurinn eru bara föt sem gaman er að fara í á hátíðisdögum og þarf ekki að merkja neitt sérstakt.
Úff ég sakna þess að vera í skóla. Það er skemmtilegra að pæla í svona hlutum heldur en línuspjöldum og númerabirtingum.
En svo fór ég í sagnfræðina og fór að læra og hugsa um ýmsa nýja hluti. Meðal þess voru hlutir eins og þjóð, þjóðerni, sameiginlegar minningar og hvernig sagan er oft búin til. Þjóðbúningar okkar íslendinga eru hluti af þessu. Einhvern tímann um aldarmótinn 1900 voru þessir búningar búnir til held ég og í ákveðnum tilgangi, til þess að hamla gegn erlendum og óæskilegum áhrifum.
Mér finnst búningurinn minn reyndar enn fínn en ég hef ekki farið í hann síðan á útskriftinni minni vorið 1998. Mér finnst ef ég fer í hann t.d. á 17. júní að ég sé á einhvern hátt fulltrúi fyrir úrelta þjóðernisstefnu og kennd en það vil ég ekki sem nútímamanneskja. Kannski er þetta bull hjá mér. Þjóðbúningurinn eru bara föt sem gaman er að fara í á hátíðisdögum og þarf ekki að merkja neitt sérstakt.
Úff ég sakna þess að vera í skóla. Það er skemmtilegra að pæla í svona hlutum heldur en línuspjöldum og númerabirtingum.
Ég og Haukur ætlum að fá okkur pizzu. Ég er að vinna til 1 í nótt svo ég má alveg borða eitthvað ógeð.
fimmtudagur, janúar 23, 2003
Ég horfði á Bráðavaktina í gærkvöldi þegar ég kom heim úr vinnunni. Þátturinn er að verða svoldið slappur. Dr. Greene virðist vera á síðasta snúning og fór allur þátturinn i það að gera það sem allra dramatískast. Vonandi þarf ekki að gera meira úr þessum dauðdaga hans í næstu þáttum, vonandi er hann alveg farin.
Einnig er kominn nýr svertingi í þáttinn að nafni Pratt í staðinn fyrir Benton. Þetta sýnir að sagan fer í hringi, Benton kenndi Carter og nú á Carter að kenna ungri og hrokafullri Benton týpu.
Einnig er kominn nýr svertingi í þáttinn að nafni Pratt í staðinn fyrir Benton. Þetta sýnir að sagan fer í hringi, Benton kenndi Carter og nú á Carter að kenna ungri og hrokafullri Benton týpu.
miðvikudagur, janúar 22, 2003
Lítið að gera og ég er alveg að fara heim þannig að ég geri bara fleiri svona gáfuleg próf.
What's your Inner European?
brought to you by Quizilla
Frekar en Breti eða Frakki allavega.
What's your Inner European?
brought to you by Quizilla
Frekar en Breti eða Frakki allavega.
Which guy are you destined to have sex with?
brought to you by Quizilla
Gat verið! Ég veit ekki einu sinni hver þessi gaur er.
Mamma mín elskuleg á afmæli í dag, 52 ára. Húrra fyrir því. Og ég mundi eftir því að hringja í hana í tilefni dagsins eins og góðri dóttur sæmir. Í dag sótti ég líka um aðgang að "Íslendingabók" nýja ættfræðigrunninum á netinu. Ég held að langar og strangar næturvaktir séu tilvaldar til þess að rekja saman ættir mínar og ýmissa misþekktra einstaklinga.
þriðjudagur, janúar 21, 2003
Frábært. Þvottavélin heima hjá mér fór að leka áðan og allt fór á flot hjá stelpunum niðri. Svona er það þegar það fer að kólna í mínu auma húsi.
Í gærkvöldi sat ég og spjallaði við tvo sambýlinga mína og einn fyrrverandi. Ég komst að því að sumir hlutir sem ég geri og finnst svo eðlilegt fannst þeim öllum skrítnir. T.d.ég nota ekki mýkingarefni þegar ég þvæ. Það er engin sérstök ástæða fyrir því, mér finnst bara fötin mín alveg nógu mjúk án þess að ég geri e-ð sérstakt til þess. Þetta áttu sumir mjög erfitt með að skilja.
Annað er að ég skrúfa alveg frá sturtunni þegar ég fer í sturtu. Það gerir víst engin nema ég og allar voru þær pirraðar á því að hausinn lekur alltaf niður. Ég held að þarna sé það ekki ég sem er skrítin. Afhverju skyldi maður ekki skrúfa alveg frá?
Annað er að ég skrúfa alveg frá sturtunni þegar ég fer í sturtu. Það gerir víst engin nema ég og allar voru þær pirraðar á því að hausinn lekur alltaf niður. Ég held að þarna sé það ekki ég sem er skrítin. Afhverju skyldi maður ekki skrúfa alveg frá?
mánudagur, janúar 20, 2003
Jæja, dagurinn er að verða búinn og ég er að fara heim að hitta barnið mitt. Reyndar er hún ekki dóttir mín heldur vinkonu minnar, hinnar títt nefndu Ásu, en þar sem við bjuggum saman fyrstu níu mánuði af ævi stelpunnar á ég svoldið í henni líka. Og nú er ég að fara hitta hana í fyrsta skipti í rúma sex mánuði. Bros, bros og fleiri bros.
Það er íslenska liðið. Ég fer ekki að tala okkur og strákana okkar fyrr þeir eru búnir að vinna einn leik í milliriðlinum.
Við buðum Ásu og dóttur hennar ekki í mat og mér tókst ekki að tengjast í gegnum gprs. Helgin var samt fín. Við hringdum í Ásu og fórum og fengum okkur óhollustu á laugardaginn. Síðan ákváðum við að fara á djammið á laugardagskvöldið eins og við gerðum í gamla daga. Dótturina hittum við hinsvegar ekki en úr því verður bætt strax í dag. Svo var náttúrulega mikið sofið og legið í leti, alveg eins og það á að vera. Allt er því komið í góðan gír og enginn fúll.
fimmtudagur, janúar 16, 2003
Mun rólegra í dag en í gær. Og auk þess verð ég komin í helgarfrí eftir tæpa 2 tíma.
Lífið virðist smám saman vera að komast í lag eftir hátíðirnar. Kókbannið hefur tekist nokkuð vel og mér er loksins hætt að líða eins og gæti sprungið á hverri stundu. Það var skrítið að finna aftur fyrir svengdartilfinningu. Svefninn er reyndar enn í algjöru rugli. Mér sýnist að ég og annar sambýlingur minn séum komnar á usa austurstrandartíma, í nótt fórum við að sofa rétt fyrir fimm og hún kom og vakti mig um hálf tvö í dag. En New-Yorkbúinn er farinn svo við verðum að fara að gera eitthvað í þessu. Ég verð allavega að laga þetta um helgina því á mánudaginn mæti ég klukkan níu í vinnuna.
Það er plan fyrir helgina. Við ætlum að bjóða Ásu ásamt litlu dóttur hennar í mat. Þetta myndi ekki teljast til tíðinda nema af því að við höfum ekki talast við síðan síðasta sumar. Það voru og eru "góðar" ástæður fyrir þessu sem er alltof langt og leiðinlegt mál að fara út í hér. En allavega þetta er auðvitað tóm vitleysa þar sem Ása flytur bráðum út og við erum allar fullorðnar manneskjur. Svo...vonandi kemst hún.
Hitt sem ég ætla gera er nokkurskonar heimaverkefni úr vinnunni. Ég er semsagt send heim með fartölvu og gprs síma og á að prófa að setja þetta upp og tengjast og svoleiðis. Þetta verður fróðlegt þar sem ég er ekki beinlínis tækni- eða tölvuvæn manneskja. Kannski reyni ég að blogga í gegnum fartölvuna og gprs símann um helgina. Það yrði þá fyrsta færsla utan vinnu.
Á morgun ætla ég svo líka í leikfimi, hrista spikið eins og Auður.
Lífið virðist smám saman vera að komast í lag eftir hátíðirnar. Kókbannið hefur tekist nokkuð vel og mér er loksins hætt að líða eins og gæti sprungið á hverri stundu. Það var skrítið að finna aftur fyrir svengdartilfinningu. Svefninn er reyndar enn í algjöru rugli. Mér sýnist að ég og annar sambýlingur minn séum komnar á usa austurstrandartíma, í nótt fórum við að sofa rétt fyrir fimm og hún kom og vakti mig um hálf tvö í dag. En New-Yorkbúinn er farinn svo við verðum að fara að gera eitthvað í þessu. Ég verð allavega að laga þetta um helgina því á mánudaginn mæti ég klukkan níu í vinnuna.
Það er plan fyrir helgina. Við ætlum að bjóða Ásu ásamt litlu dóttur hennar í mat. Þetta myndi ekki teljast til tíðinda nema af því að við höfum ekki talast við síðan síðasta sumar. Það voru og eru "góðar" ástæður fyrir þessu sem er alltof langt og leiðinlegt mál að fara út í hér. En allavega þetta er auðvitað tóm vitleysa þar sem Ása flytur bráðum út og við erum allar fullorðnar manneskjur. Svo...vonandi kemst hún.
Hitt sem ég ætla gera er nokkurskonar heimaverkefni úr vinnunni. Ég er semsagt send heim með fartölvu og gprs síma og á að prófa að setja þetta upp og tengjast og svoleiðis. Þetta verður fróðlegt þar sem ég er ekki beinlínis tækni- eða tölvuvæn manneskja. Kannski reyni ég að blogga í gegnum fartölvuna og gprs símann um helgina. Það yrði þá fyrsta færsla utan vinnu.
Á morgun ætla ég svo líka í leikfimi, hrista spikið eins og Auður.
miðvikudagur, janúar 15, 2003
Loksins þagnaði síminn en hann hefur ekki stoppað síðan ég kom í vinnuna kl 17. Afskaplega leiðinlegt þegar fólk þarf að bíða í 10 mín í símanum og mikill pirringur sem fylgir hjá báðum aðilum. En svona eru þessir lokunardagar.
þriðjudagur, janúar 14, 2003
Gærdagurinn var algjör letidagur. Ég horfði afskaplega mikið á sjónvarp, borðaði óhollustu og svaf. Sólarhringurinn er því í tómu tjóni eins og er og fór ég á fætur í dag kl. 13 með herkjum.
Í dag er hins vegar dekrið búið og auk þess að vera þriðjudagur er dagurinn í dag fyrsti kóklausi dagurinn. Það er fáranlegt hvað ég drekk mikið af þessu sulli. Vonandi held ég út fram að helgi.
Í dag er hins vegar dekrið búið og auk þess að vera þriðjudagur er dagurinn í dag fyrsti kóklausi dagurinn. Það er fáranlegt hvað ég drekk mikið af þessu sulli. Vonandi held ég út fram að helgi.
sunnudagur, janúar 12, 2003
Ég sakna skólans. Ég var að skoða kennsluskránna og sá að Sigurður Gylfi Magnússon er með kúrs sem ber nafnið kviksögur, hneykslismál og réttarhöld þessa önn. Virðist áhugavert og þetta eina námskeið sem ég tók hjá Sigurði var eitt það besta í mínu námi.
Gærkvöldið var ágætt, smá djamm, smá drykkja og engin þynnka. Einmitt eins og áætlað var í upphafi. Ég fórum út fimm saman, ég með tveimur pörum. Það er nú reyndar alltaf hálf púkó að vera þriðja eða fimmta hjól en þetta venst.
Fyrst að ég er nú komin út í þessu mál. Kæstastamál. Þetta er nú bara komið út í tóma vitleysu. Til þess að eignast kærasta eins og lög gera ráð fyrir að maður eigi á þessum aldri, þarf maður að verða ástfangin. Í það minnsta verður einhver hrifning að eiga sér stað. Og þar liggur hundurinn grafinn, það bara gerist ekki. Ég hef ekki fundið fyrir þessari skemmtilegu kitlandi tilfinningu í fáranlega langan tíma. Síðast varð ég hrifin sumarið ´99 og sú hrifning varði eitthvað fram eftir 2000. Það var á síðustu öld takk fyrir. Og ekki er þetta vegna þess að íslenskir karlmenn eru svo ómögulegir því sem naut hrifningar minnar síðast var nú ekki merkilegur pappír.
Ég er vonlaus.
Fyrst að ég er nú komin út í þessu mál. Kæstastamál. Þetta er nú bara komið út í tóma vitleysu. Til þess að eignast kærasta eins og lög gera ráð fyrir að maður eigi á þessum aldri, þarf maður að verða ástfangin. Í það minnsta verður einhver hrifning að eiga sér stað. Og þar liggur hundurinn grafinn, það bara gerist ekki. Ég hef ekki fundið fyrir þessari skemmtilegu kitlandi tilfinningu í fáranlega langan tíma. Síðast varð ég hrifin sumarið ´99 og sú hrifning varði eitthvað fram eftir 2000. Það var á síðustu öld takk fyrir. Og ekki er þetta vegna þess að íslenskir karlmenn eru svo ómögulegir því sem naut hrifningar minnar síðast var nú ekki merkilegur pappír.
Ég er vonlaus.
laugardagur, janúar 11, 2003
Ég er dusilmenni mikið. Í gær hittust krakkar úr vinnunni og fóru í pool og sumir svo eitthvað meira. En ég gat ekki séð mér fært að mæta, til þess var ég alltof lúin eftir langan vinnudag og þurfti auk þess að mæta í vinnu í dag. Þetta er lélegt vegna þess að ég veit að ég skemmti mér alltaf vel í svona vinnuteitum.
Það verður reynt að bæta þetta upp í kvöld með því að kíkja aðeins út á lífið. Hinn erlendi unnusti sambýlings míns þarf nefnilega að fá smjörþefinn af íslensku skemmtanalífi áður en hann hverfur aftur til Nýju Jórvíkur. Þetta verður samt bara létt djamm, ég hef enga löngun til þess að vera þunn í vinnunni á morgun.
Það verður reynt að bæta þetta upp í kvöld með því að kíkja aðeins út á lífið. Hinn erlendi unnusti sambýlings míns þarf nefnilega að fá smjörþefinn af íslensku skemmtanalífi áður en hann hverfur aftur til Nýju Jórvíkur. Þetta verður samt bara létt djamm, ég hef enga löngun til þess að vera þunn í vinnunni á morgun.
Bandarískir gamanþættir og myndir fjalla gjarnan um pör og þá yfirleitt karl og konu. Oft er parið á fertugsaldri, á nokkur börn og er á kafi í lífsgæðakapphlaupinu. Karlarnir eru gjarnan þéttir á velli og að mínu mati ekki mjög fýsilegir útlitslega séð. Konurnar eru hins vegar sætar, grannar og aðlaðandi þrátt fyrir barneignir og stöðuga eldamennsku. Annað sem einkennir þær eru peysusettin. Einhverra hluta vegna virðist það vera afar hentugt og við hæfi fyrir þrítuga millistéttar húsmóður með þrjú börn í Bandaríkjum að klæðast peysusetti. Ég hef ekki tekið eftir þessu hér heima og ég sjálf á ekkert peysusett. Kannski fæ ég mér eitt þegar ég verð ráðsett kona.
föstudagur, janúar 10, 2003
Skapið hefur heldur skánað eftir því sem liðið hefur á daginn. Það eru þó ákveðnir hlutir sem fara í taugarnar á mér og þetta er tilvalinn staður til þess að koma því á framfæri.
1. Ég þoli ekki þegar fólk svarar ekki í gemsana sína. Núna er ég að reyna að ná í vinkonu mína sem ég veit að er búin í vinnunni. Hvað getur verið mikilvægara en að tala við mig, ég bara spyr. Þessi pirringur er þó með öllu óréttmætur veit ég því ég er oft ekki með gemsann minn. En engu að síður...
2. Fyrirtækið sem ég vinn hjá. Þetta er fyrirtæki sem ætti að snúast um upplýsingar en samt fáum við starfsmennirnir ekki nógu upplýsingar um sumt sem er að gerast. En ég er svosem búin að pirra mig nógu oft út af þessu.
3. Matur. Ég veit ekkert hvað ég á að borða í kvöldmat. Í fyrradag borðaði ég úti og í gær pöntuðum við. Það er afskaplega þægilegt að vera heima þar sem mamma eldar bara ofan í mann, engin fyrirhöfn hjá mér.
Núna ætla ég að hætta þessu.
1. Ég þoli ekki þegar fólk svarar ekki í gemsana sína. Núna er ég að reyna að ná í vinkonu mína sem ég veit að er búin í vinnunni. Hvað getur verið mikilvægara en að tala við mig, ég bara spyr. Þessi pirringur er þó með öllu óréttmætur veit ég því ég er oft ekki með gemsann minn. En engu að síður...
2. Fyrirtækið sem ég vinn hjá. Þetta er fyrirtæki sem ætti að snúast um upplýsingar en samt fáum við starfsmennirnir ekki nógu upplýsingar um sumt sem er að gerast. En ég er svosem búin að pirra mig nógu oft út af þessu.
3. Matur. Ég veit ekkert hvað ég á að borða í kvöldmat. Í fyrradag borðaði ég úti og í gær pöntuðum við. Það er afskaplega þægilegt að vera heima þar sem mamma eldar bara ofan í mann, engin fyrirhöfn hjá mér.
Núna ætla ég að hætta þessu.
Þetta er ekki góður dagur. Ástæða þess er fyrst og fremst sú að ég svaf ferlega illa í nótt. Ég get sjálfri mér um kennt því ég lagði mig um 6 leytið og sofnaði náttúrulega og vaknaði ekki fyrr en rúmlega 9. Eftir þetta var ekki séns að sofna á almennilegum tíma um nóttina. Þannig að ég sofnaði ekki fyrr en um 5 leytið og vaknaði svo klukkan 9. Mig dreymdi líka tóma steypu, var komin út á sjó að fylgjast með því þegar troll var dregið úr sjó. Afar áhugavert.
fimmtudagur, janúar 09, 2003
Ætti að vera í fríi í dag en tók auka til þess að vinna upp fríið mitt um jól og áramót.
Fór í gærkvöldi á Two Towers. Ágætis mynd en í það lengsta fyrir minn smekk. Afskaplega flott mynd samt sérstaklega bardagaatriðin í lok myndarinnar. Gollum var líka skemmtilegur karakter. Ekki má heldur gleyma Aragorn sem heillaði eins og síðast sem hin þögla og skítuga hetja
Fór í gærkvöldi á Two Towers. Ágætis mynd en í það lengsta fyrir minn smekk. Afskaplega flott mynd samt sérstaklega bardagaatriðin í lok myndarinnar. Gollum var líka skemmtilegur karakter. Ekki má heldur gleyma Aragorn sem heillaði eins og síðast sem hin þögla og skítuga hetja
miðvikudagur, janúar 08, 2003
Ætti sjálfsagt að tjá mig um Ingibjörgu og Davíð og félaga. En verð í þetta skipti að vera sammála Steingrími J, mál til komið að tala um eitthvað annað.
Svaf til klukkan 6 í dag eða réttara sagt í gær. Var svo hundléleg þangað til ég fór í vinnuna klukkan 11.
Fékk góðan mat í kvöldmat. Kærasti sambýlings míns er dvelur nú hjá okkur eldaði. Hann eldaði bara úr því sem til var í búinu. Vissi varla að þetta væri hægt, elda án þess vanta ekki allavega eitthvað smá úr búðinni.
Fékk góðan mat í kvöldmat. Kærasti sambýlings míns er dvelur nú hjá okkur eldaði. Hann eldaði bara úr því sem til var í búinu. Vissi varla að þetta væri hægt, elda án þess vanta ekki allavega eitthvað smá úr búðinni.
þriðjudagur, janúar 07, 2003
Eitt gladdi mig mikið þegar ég kom heim á gamlársdag, snjór. Að vísu var þetta bara föl en það varð bara allt svo miklu jóla- og áramótalegra. En hér er engin snjór bara myrkur.
Voðalega eru skrif mín hér eitthvað neikvæð í garð borgarinnar. Ég verð greinilega að fara hugsa mér til hreyfings.
Voðalega eru skrif mín hér eitthvað neikvæð í garð borgarinnar. Ég verð greinilega að fara hugsa mér til hreyfings.
Annars líst mér vel á þetta ár. Oddatölur eru skemmtilegar. Oddatöluár hafa oft reynst skemmtilegri og óvæntari en hin sléttu og felldu slétttöluár. Úff ég orðin syfjuð, bulla bara eitthvað.
Ég var að hugsa um hið nýliðna ár 2002 og uppgötvaði mér til mikillar skelfingar að ég flutti ekkert á árinu. Síðan ég var 16 ára hef ég flutt í það minnsta einu sinni á ári. Fyrst var það inn og út af heimavist haust og vor og síðan á milli staða hér í Reykjavík. En nú hef ég búið í Nýlendugötunni í næstum tvö ár. Eins gott að ég sé fram á að flytja í haust.
Jæja, þá eru jólin búinn og ég komin aftur í höfuðborgina. Ég sleppti því alveg að blogga meðan ég var fyrir norðan ekki sökum anna heldur þvert á móti. Það er ekkert sérstaklega áhugavert að skrifa um alla þá sjónvarpsþætti sem ég náði að berja augum. Það er nefnilega alveg merkilegt hvað það er hægt að liggja allan daginn og horfa á ruslið sem þeir senda út á Sky-sjónvarpsstöðvunum. Heima í sveitinni eru þau nefnilega með fleiri sjónvarpsstöðvar en ég er með á reykvíska heimilinu mínu. Eitt gerði ég þó að viti, ég (og reyndar pabbi) þreif og bónaði bílinn minn. Og það var ekkert létt verk þó ég eigi lítinn bíl þar sem mikið magn tjöru hafði safnast á bílinn vegna langvarandi búsetu minnar hér í borginni.
Áramótin voru annars með eindæmum róleg. Ég var ekki komin heim fyrr en rétt um 7 leytið, kom beint í steikina. Svo var þetta venjulega, skaup og flugeldar en ég var sofnuð fyrir klukkan 1. Þetta hefur ekki gerst í allavega 15 ár. En ég var bara afskaplega þreytt eftir lítinn svefn síðustu nætur og mikla vinnu og dó því bara fyrir framan sjónvarpið án þess að geta nokkuð að því gert. Ekki það að eitthvað spennandi hafi verið að gerast, það var ekkert áramótaball og ekkert heldur að gerast í Kántrý. Svaka lélegt það.
Þegar ég kom í vinnuna áðan var náttúrulega fyrsta verk mitt að sjá hvað hefði drifið á daga bloggara. Merkilegustu og gleðilegustu fréttirnar voru að Auður vinkona væri orðin móðursystir. Það er frábært að vera móðirsystir. Til hamingju Auður og Helga auðvitað og allir hinir líka.
Áramótin voru annars með eindæmum róleg. Ég var ekki komin heim fyrr en rétt um 7 leytið, kom beint í steikina. Svo var þetta venjulega, skaup og flugeldar en ég var sofnuð fyrir klukkan 1. Þetta hefur ekki gerst í allavega 15 ár. En ég var bara afskaplega þreytt eftir lítinn svefn síðustu nætur og mikla vinnu og dó því bara fyrir framan sjónvarpið án þess að geta nokkuð að því gert. Ekki það að eitthvað spennandi hafi verið að gerast, það var ekkert áramótaball og ekkert heldur að gerast í Kántrý. Svaka lélegt það.
Þegar ég kom í vinnuna áðan var náttúrulega fyrsta verk mitt að sjá hvað hefði drifið á daga bloggara. Merkilegustu og gleðilegustu fréttirnar voru að Auður vinkona væri orðin móðursystir. Það er frábært að vera móðirsystir. Til hamingju Auður og Helga auðvitað og allir hinir líka.