laugardagur, janúar 11, 2003

Bandarískir gamanþættir og myndir fjalla gjarnan um pör og þá yfirleitt karl og konu. Oft er parið á fertugsaldri, á nokkur börn og er á kafi í lífsgæðakapphlaupinu. Karlarnir eru gjarnan þéttir á velli og að mínu mati ekki mjög fýsilegir útlitslega séð. Konurnar eru hins vegar sætar, grannar og aðlaðandi þrátt fyrir barneignir og stöðuga eldamennsku. Annað sem einkennir þær eru peysusettin. Einhverra hluta vegna virðist það vera afar hentugt og við hæfi fyrir þrítuga millistéttar húsmóður með þrjú börn í Bandaríkjum að klæðast peysusetti. Ég hef ekki tekið eftir þessu hér heima og ég sjálf á ekkert peysusett. Kannski fæ ég mér eitt þegar ég verð ráðsett kona.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home