Skapið hefur heldur skánað eftir því sem liðið hefur á daginn. Það eru þó ákveðnir hlutir sem fara í taugarnar á mér og þetta er tilvalinn staður til þess að koma því á framfæri.
1. Ég þoli ekki þegar fólk svarar ekki í gemsana sína. Núna er ég að reyna að ná í vinkonu mína sem ég veit að er búin í vinnunni. Hvað getur verið mikilvægara en að tala við mig, ég bara spyr. Þessi pirringur er þó með öllu óréttmætur veit ég því ég er oft ekki með gemsann minn. En engu að síður...
2. Fyrirtækið sem ég vinn hjá. Þetta er fyrirtæki sem ætti að snúast um upplýsingar en samt fáum við starfsmennirnir ekki nógu upplýsingar um sumt sem er að gerast. En ég er svosem búin að pirra mig nógu oft út af þessu.
3. Matur. Ég veit ekkert hvað ég á að borða í kvöldmat. Í fyrradag borðaði ég úti og í gær pöntuðum við. Það er afskaplega þægilegt að vera heima þar sem mamma eldar bara ofan í mann, engin fyrirhöfn hjá mér.
Núna ætla ég að hætta þessu.
1. Ég þoli ekki þegar fólk svarar ekki í gemsana sína. Núna er ég að reyna að ná í vinkonu mína sem ég veit að er búin í vinnunni. Hvað getur verið mikilvægara en að tala við mig, ég bara spyr. Þessi pirringur er þó með öllu óréttmætur veit ég því ég er oft ekki með gemsann minn. En engu að síður...
2. Fyrirtækið sem ég vinn hjá. Þetta er fyrirtæki sem ætti að snúast um upplýsingar en samt fáum við starfsmennirnir ekki nógu upplýsingar um sumt sem er að gerast. En ég er svosem búin að pirra mig nógu oft út af þessu.
3. Matur. Ég veit ekkert hvað ég á að borða í kvöldmat. Í fyrradag borðaði ég úti og í gær pöntuðum við. Það er afskaplega þægilegt að vera heima þar sem mamma eldar bara ofan í mann, engin fyrirhöfn hjá mér.
Núna ætla ég að hætta þessu.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home