Gærkvöldið var ágætt, smá djamm, smá drykkja og engin þynnka. Einmitt eins og áætlað var í upphafi. Ég fórum út fimm saman, ég með tveimur pörum. Það er nú reyndar alltaf hálf púkó að vera þriðja eða fimmta hjól en þetta venst.
Fyrst að ég er nú komin út í þessu mál. Kæstastamál. Þetta er nú bara komið út í tóma vitleysu. Til þess að eignast kærasta eins og lög gera ráð fyrir að maður eigi á þessum aldri, þarf maður að verða ástfangin. Í það minnsta verður einhver hrifning að eiga sér stað. Og þar liggur hundurinn grafinn, það bara gerist ekki. Ég hef ekki fundið fyrir þessari skemmtilegu kitlandi tilfinningu í fáranlega langan tíma. Síðast varð ég hrifin sumarið ´99 og sú hrifning varði eitthvað fram eftir 2000. Það var á síðustu öld takk fyrir. Og ekki er þetta vegna þess að íslenskir karlmenn eru svo ómögulegir því sem naut hrifningar minnar síðast var nú ekki merkilegur pappír.
Ég er vonlaus.
Fyrst að ég er nú komin út í þessu mál. Kæstastamál. Þetta er nú bara komið út í tóma vitleysu. Til þess að eignast kærasta eins og lög gera ráð fyrir að maður eigi á þessum aldri, þarf maður að verða ástfangin. Í það minnsta verður einhver hrifning að eiga sér stað. Og þar liggur hundurinn grafinn, það bara gerist ekki. Ég hef ekki fundið fyrir þessari skemmtilegu kitlandi tilfinningu í fáranlega langan tíma. Síðast varð ég hrifin sumarið ´99 og sú hrifning varði eitthvað fram eftir 2000. Það var á síðustu öld takk fyrir. Og ekki er þetta vegna þess að íslenskir karlmenn eru svo ómögulegir því sem naut hrifningar minnar síðast var nú ekki merkilegur pappír.
Ég er vonlaus.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home