laugardagur, janúar 25, 2003

Hitti áðan á förnum vegi bekkjarsystur mína úr grunnskóla. Halla Kristín heitir hún og það sem gerði þetta sérstaklega skemmtilegt var að hún er komin rúmlega sjö mánuði á leið. Hún leit bara mjög vel út. Svo eiga víst tvö önnur bekkjarsystkini mín von á sínum fyrsti börnum í vor. Mér telst því til, þegar þessi verða komin í heiminn, að við séum 9 af 18 manna bekk sem eigum eftir að fjölga okkur. Þar af eru 6 stelpur. Ég stefni að því að verða síðust, þó ekki af öllum heldur bara af stelpunum. Því ég óttast það að ef ég bíð eftir öllum strákunum geti ég beðið út í það óendanlega. Voðalega er ég nastí. Stelpurnar eru hinsvegar nokkur safe.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home