fimmtudagur, janúar 23, 2003

Ég horfði á Bráðavaktina í gærkvöldi þegar ég kom heim úr vinnunni. Þátturinn er að verða svoldið slappur. Dr. Greene virðist vera á síðasta snúning og fór allur þátturinn i það að gera það sem allra dramatískast. Vonandi þarf ekki að gera meira úr þessum dauðdaga hans í næstu þáttum, vonandi er hann alveg farin.
Einnig er kominn nýr svertingi í þáttinn að nafni Pratt í staðinn fyrir Benton. Þetta sýnir að sagan fer í hringi, Benton kenndi Carter og nú á Carter að kenna ungri og hrokafullri Benton týpu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home