þriðjudagur, janúar 21, 2003

Í gærkvöldi sat ég og spjallaði við tvo sambýlinga mína og einn fyrrverandi. Ég komst að því að sumir hlutir sem ég geri og finnst svo eðlilegt fannst þeim öllum skrítnir. T.d.ég nota ekki mýkingarefni þegar ég þvæ. Það er engin sérstök ástæða fyrir því, mér finnst bara fötin mín alveg nógu mjúk án þess að ég geri e-ð sérstakt til þess. Þetta áttu sumir mjög erfitt með að skilja.
Annað er að ég skrúfa alveg frá sturtunni þegar ég fer í sturtu. Það gerir víst engin nema ég og allar voru þær pirraðar á því að hausinn lekur alltaf niður. Ég held að þarna sé það ekki ég sem er skrítin. Afhverju skyldi maður ekki skrúfa alveg frá?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home