Jæja, þá eru jólin búinn og ég komin aftur í höfuðborgina. Ég sleppti því alveg að blogga meðan ég var fyrir norðan ekki sökum anna heldur þvert á móti. Það er ekkert sérstaklega áhugavert að skrifa um alla þá sjónvarpsþætti sem ég náði að berja augum. Það er nefnilega alveg merkilegt hvað það er hægt að liggja allan daginn og horfa á ruslið sem þeir senda út á Sky-sjónvarpsstöðvunum. Heima í sveitinni eru þau nefnilega með fleiri sjónvarpsstöðvar en ég er með á reykvíska heimilinu mínu. Eitt gerði ég þó að viti, ég (og reyndar pabbi) þreif og bónaði bílinn minn. Og það var ekkert létt verk þó ég eigi lítinn bíl þar sem mikið magn tjöru hafði safnast á bílinn vegna langvarandi búsetu minnar hér í borginni.
Áramótin voru annars með eindæmum róleg. Ég var ekki komin heim fyrr en rétt um 7 leytið, kom beint í steikina. Svo var þetta venjulega, skaup og flugeldar en ég var sofnuð fyrir klukkan 1. Þetta hefur ekki gerst í allavega 15 ár. En ég var bara afskaplega þreytt eftir lítinn svefn síðustu nætur og mikla vinnu og dó því bara fyrir framan sjónvarpið án þess að geta nokkuð að því gert. Ekki það að eitthvað spennandi hafi verið að gerast, það var ekkert áramótaball og ekkert heldur að gerast í Kántrý. Svaka lélegt það.
Þegar ég kom í vinnuna áðan var náttúrulega fyrsta verk mitt að sjá hvað hefði drifið á daga bloggara. Merkilegustu og gleðilegustu fréttirnar voru að Auður vinkona væri orðin móðursystir. Það er frábært að vera móðirsystir. Til hamingju Auður og Helga auðvitað og allir hinir líka.
Áramótin voru annars með eindæmum róleg. Ég var ekki komin heim fyrr en rétt um 7 leytið, kom beint í steikina. Svo var þetta venjulega, skaup og flugeldar en ég var sofnuð fyrir klukkan 1. Þetta hefur ekki gerst í allavega 15 ár. En ég var bara afskaplega þreytt eftir lítinn svefn síðustu nætur og mikla vinnu og dó því bara fyrir framan sjónvarpið án þess að geta nokkuð að því gert. Ekki það að eitthvað spennandi hafi verið að gerast, það var ekkert áramótaball og ekkert heldur að gerast í Kántrý. Svaka lélegt það.
Þegar ég kom í vinnuna áðan var náttúrulega fyrsta verk mitt að sjá hvað hefði drifið á daga bloggara. Merkilegustu og gleðilegustu fréttirnar voru að Auður vinkona væri orðin móðursystir. Það er frábært að vera móðirsystir. Til hamingju Auður og Helga auðvitað og allir hinir líka.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home