laugardagur, janúar 11, 2003

Ég er dusilmenni mikið. Í gær hittust krakkar úr vinnunni og fóru í pool og sumir svo eitthvað meira. En ég gat ekki séð mér fært að mæta, til þess var ég alltof lúin eftir langan vinnudag og þurfti auk þess að mæta í vinnu í dag. Þetta er lélegt vegna þess að ég veit að ég skemmti mér alltaf vel í svona vinnuteitum.
Það verður reynt að bæta þetta upp í kvöld með því að kíkja aðeins út á lífið. Hinn erlendi unnusti sambýlings míns þarf nefnilega að fá smjörþefinn af íslensku skemmtanalífi áður en hann hverfur aftur til Nýju Jórvíkur. Þetta verður samt bara létt djamm, ég hef enga löngun til þess að vera þunn í vinnunni á morgun.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home