þriðjudagur, janúar 07, 2003

Ég var að hugsa um hið nýliðna ár 2002 og uppgötvaði mér til mikillar skelfingar að ég flutti ekkert á árinu. Síðan ég var 16 ára hef ég flutt í það minnsta einu sinni á ári. Fyrst var það inn og út af heimavist haust og vor og síðan á milli staða hér í Reykjavík. En nú hef ég búið í Nýlendugötunni í næstum tvö ár. Eins gott að ég sé fram á að flytja í haust.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home