laugardagur, maí 31, 2003
Mega pirringur í gangi. Nenni ekki að vera hér. Vill fara heim. Þetta lagast um leið og ég hverf úr borg óttans í frí frá lífinu.
föstudagur, maí 30, 2003
Pizza í kvöldmat. Það er megavika á Dominos hérna niðri og ég á það skilið fyrir óbærilegan dugnað minn í dag.
Undirbúningur fyrir heimferðina er í fullum gangi. Fór áðan í Hagkaup og keypti 8 tóbakshorn fyrir mömmu en fyrir þá sem ekki vita eru það sumarblóm, mamma tekur ekki í nefið. Svo keypti ég líka helling af káli, tómötum og gúrku. Nú verð ég bara að muna að fara reglulega út í bíl og vökva blómin svo þau drepist ekki. Það væri nú alveg týpískt að koma heim með dauð blóm.
Sambýlingar mínir tveir fara báðir í kvöld þannig að ég verð ein í kotinu í smátíma. Begga fer reyndar ekki fyrr en á miðnætti og þarf ég að keyra hana alla leið í Hafnarfjörð til þess að hún geti fengið far með rútunni sem fer með togarakarlana heim. Það sem maður gerir ekki fyrir vini sína. Ég fer ekki suður í Hafnarfjörð fyrir hvern sem er.
Sambýlingar mínir tveir fara báðir í kvöld þannig að ég verð ein í kotinu í smátíma. Begga fer reyndar ekki fyrr en á miðnætti og þarf ég að keyra hana alla leið í Hafnarfjörð til þess að hún geti fengið far með rútunni sem fer með togarakarlana heim. Það sem maður gerir ekki fyrir vini sína. Ég fer ekki suður í Hafnarfjörð fyrir hvern sem er.
Í dag er ekki svo merkilegur dagur. Dagurinn er meira svona leiðinlegur dagur, ég lofaði mér í aukavinnu í einhverju dugnaðarkasti fyrr í mánuðnum og þarf núna gjalda fyrir það og vera hér í 14 tíma í dag. Morgundagurinn verður hinsvegar mikill dýrðardagur. Fyrst ber að nefna að á morgun á ég 11 ára fermingarafmæli. Á morgun á líka Sindri mágur minn afmæli en hann verður 21 árs drengurinn. Síðast en ekki síst og það sem gerir þennan dag svona dýrlegan er að á morgun fer ég heim. Það er bara eitthvað svo afskaplega gott og gaman við það að fara heim til mömmu og pabba og allra. Stundum held ég reyndar að ég sé 5 ára en ekki bráðum 25. Og svo þykist ég ætla að flytja úr landi og vera langdvölum í burtu frá minni ástkæru fjölskyldu. Það verður fróðlegt að sjá hverning það gengur.
miðvikudagur, maí 28, 2003
Einskonar helgarfílingur í fólki í dag enda frídagur á morgun. En mín er ekki í fríi á morgun nei nei, þetta fer að verða þreytandi.
þriðjudagur, maí 27, 2003
Það að vaka í sólarhring fór alveg ferlega illa í mig og ég fyrst orðin eðlileg aftur í dag. Í gamla daga þegar ég vann í rækjunni heima á sumrin man ég eftir því að hafa vakað í sólarhring vegna vinnu og svo fór ég inn á Blönduós eitthvað að útrétta eins og ekkert væri. Þegar ég fór svo loksins að sofa var ég búin að vaka í rúma 30 tíma og var fljót að jafna mig. Ég er bara verða gömul held ég. Máli mínu til stuðnings eru hrukkurnar sem ég er komin með undir augun og svo er ein komin milli augnabrúnana fyrir ofan nefið. Ég verð að fara kaupa mér hrukkukrem til þess að stemma stigu við þessu. Ég hefði aldrei trúað að ég yrði svona hryllilega grunnhyggin.
sunnudagur, maí 25, 2003
Landinn kom bara ágætlega út úr Júróvisjón þetta árið, gæti allavega verið mun verra. Aðalfjörið var að horfa á oft á tíðum kostulegar múnderingar keppenda. Gríska kerlingin var t.d. alveg frábær, ég gat bara ekki hætt að horfa á brjóstin á henni og ekki hef ég hingað til verið mikið fyrir kvenmannsbrjóst. Gísli Marteinn kom líka skemmtilega á óvart, hann var ekki eins leiðinlegur og venjulega. Á stundum náði hann meira að segja að verða nokkuð hnyttinn.
Sérdeilis ánægjulegt að Sigrún er aftur meðal vor.
Sérdeilis ánægjulegt að Sigrún er aftur meðal vor.
laugardagur, maí 24, 2003
Nennti ómögulega á fætur á morgun og ekki bætti úr skák vitneskjan um það að ég fer ekki aftur að sofa fyrr en 9 í fyrramálið. Er að vinna mína vakt 9-18 í dag og svo næturvakt 23-9 í nótt. Þetta er gert til þess að komast heim um næstu helgi. Það er því ekkert Eurovision djamm á þessum bæ og ég get reyndar ekki sagt að ég sakni þess, tvær helgar í röð úti á galeiðunni er nóg fyrir mig. En mikið svakalega verð ég syfjuð í nótt.
fimmtudagur, maí 22, 2003
Alveg merkilegt hvað ég er kát og glöð þessa dagana þrátt fyrir að ekkert hafi sjálfu sér breyst. Kenni sumrinu um, ég held ég sé búin að brosa meira það sem af er maí heldur en í janúar, febrúar og mars til samans.
Alltof gott veður úti. Ég vil fara út en maður fær víst ekki allt sem maður vill. Þetta er svona álíka leiðinlegur frasi og oft gerir maður meira en gott þykir.
þriðjudagur, maí 20, 2003
Fór á námskeið í morgun þar sem fjallað var um hluti eins og mannleg samskipti, stjórn á eigin tilfinningum, sjálfstjórn, tilfinningagreind og fleira í þeim dúr. Allt til þess að gera okkur hæfari í starfi. Eftir hádegi hef ég reynt að nýta mér þetta á hagnýtan hátt í samskiptum mínum við bæði kúnna og samstarsmenn. Sérstaklega hið einfalda ráð að "brosa" í símann sem svínvirkar. Svo er bara að sjá hvað þessi góði hugur minn endist lengi.
mánudagur, maí 19, 2003
Í gær fékk í boðskort í brúðkaup sem halda á í lok júní. Þóra jafnaldra mín og frænka er brúðurin. Mér finnst þetta duldið scary.
Það vill enginn vinna fyrir mig á sjómannadaginn 1. júní. En ég hef ekki gefist upp, mér skal takast að finna einhvern. Það er ómögulegt að vera hér í borg á þessum degi. Ég reyndi það einu sinni, fór í skemmtisiglingu og allt, virkaði ekki. Hátíð hafsins mæ ass.
Djamm á laugardagskvöldið og það var bara mjög gaman. Fékk aftur regnhlífina mína sem ég týndi um síðustu helgi. Skrítið að koma heim rúmlega 5 um nótt og vera ekkert þreyttur. Fór bara að lesa góða bók, fannst asnalegt að kveikja á sjónvarpinu svona snemma morguns. En nú er ég hins vegar syfjuð mjög, sofnaði ekki fyrr en að ganga 4 í nótt. Svona er þetta alltaf eftir næturvaktir.
laugardagur, maí 17, 2003
Spurning hvort maður nenni að kíkja eitthvað út í kvöld. Reyndar fór ég út á föstudaginn var og það er nú ekki oft sem ég geri það tvær helgar í röð. Annars var djammið um síðustu helgi ansi skemmtilegt. Það var vorhátíð í vinnunni, fyrst grill og svo bjór og síðan vodka. Ég var vel í glasi um 8 leytið sem hefur ekki gerst í mörg ár. Maður er nú ekki dauður úr öllum æðum.
Fátt skemmtilegra en að keyra um götur borgarinnar í glampandi sól og syngja hástöfum með lagi í útvarpinu. Enn skemmtilegra þó að gera þetta á þjóðvegum landsins.
Þriðja og síðasta næturvaktin í röð. Treystum ekki lengur á hina lélegu dagskrá bíórásarinnar til að stytta okkur stundir, Elli kom með DVD. Fyrstu tvær vaktirnar fóru í Band of Brothers, 10 þátta seríu um bandaríska fallhlífahermenn í seinni heimstyrjöldinni. Góðir þættir og trúverðugir og tiltölulega lausir við ameríska væmni. Sýna vel hversu slæm hugmynd stríð er. Í nótt var það svo Matrix svona til þess að undirbúa sig fyrir nýju myndina. Núna er K 19 í spilun en hún er ekki að gera góða hluti.
fimmtudagur, maí 08, 2003
Jæja þá er ég búin að kjósa. Fylgdi straumnum niður í kjallara hjá sýslumanninum í Reykjavík og greiddi gilt atkvæði. Konan sem "afgreiddi" mig vissi ekki að Skagaströnd og Höfðahreppur væri sami hluturinn. Greinilega ekki með landafræðina hreinu kerlingin sú.
Síðan þurfti ég að koma atkvæði mínu til skila svo ég tók krók á leiðinni aftur í vinnuna og kom við á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins. En ég kaus þá samt ekki, eða gerði ég það? Ég hef ákveðið að fara að fordæmi móður minnar og gefa aldrei upp hvað ég kýs. Í það minnsta þangað til ég eða minn framtíðar betri helmingur fer í framboð.
Annars er ég alltaf voðalega óviss um það hvað ég eigi að kjósa. Ég kýs að kenna fjölskyldu minni um þetta. Eins og áður sagði er veit engin hvað mamma kýs en pabbi hefur alltaf verið vinstri sinnaður og kaus Alþýðubandalagið hér í den. Hvað hann kýs nú veit ég svo sem ekki alveg en það er allavega á vinstri kanntinum. Móðurafi minn var harður sjálfstæðismaður af gamla skólanum, ekkert nýfrjálshyggjubull heldur átti hver að sjá fyrir sér og sínum og vera sjálfur sér nógur. Að vísu held ég að hann hafi verið farið að linast eitthvað í sannfæringu sinni í ellinni en þá sá hann að samhjálp, sem hann naut sem ellilífeyrisþegi á elliheimili, væri ekkert svo galið fyrirbæri. Það var víst oft fjör á Jaðri þegar pabbi og mamma bjuggu þar hjá afa og ömmu fyrstu tvö ár ævi minnar. Föðurafi minn er svo harður framsóknarmaður enda var hann bóndi í 50 ár og sat í stjórn kaupfélagsins o.s.frv. Innan um í systkinahóp foreldra minna eru svo einhverjir kratar.
Þetta er allt gott fólk og ég er sammála því flestu að einhverju leyti en þá stendur eftir hvað ætti ég að kjósa? Guði sé lof að ég þarf ekki að gera þetta aftur fyrr en eftir 4 ár.
Síðan þurfti ég að koma atkvæði mínu til skila svo ég tók krók á leiðinni aftur í vinnuna og kom við á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins. En ég kaus þá samt ekki, eða gerði ég það? Ég hef ákveðið að fara að fordæmi móður minnar og gefa aldrei upp hvað ég kýs. Í það minnsta þangað til ég eða minn framtíðar betri helmingur fer í framboð.
Annars er ég alltaf voðalega óviss um það hvað ég eigi að kjósa. Ég kýs að kenna fjölskyldu minni um þetta. Eins og áður sagði er veit engin hvað mamma kýs en pabbi hefur alltaf verið vinstri sinnaður og kaus Alþýðubandalagið hér í den. Hvað hann kýs nú veit ég svo sem ekki alveg en það er allavega á vinstri kanntinum. Móðurafi minn var harður sjálfstæðismaður af gamla skólanum, ekkert nýfrjálshyggjubull heldur átti hver að sjá fyrir sér og sínum og vera sjálfur sér nógur. Að vísu held ég að hann hafi verið farið að linast eitthvað í sannfæringu sinni í ellinni en þá sá hann að samhjálp, sem hann naut sem ellilífeyrisþegi á elliheimili, væri ekkert svo galið fyrirbæri. Það var víst oft fjör á Jaðri þegar pabbi og mamma bjuggu þar hjá afa og ömmu fyrstu tvö ár ævi minnar. Föðurafi minn er svo harður framsóknarmaður enda var hann bóndi í 50 ár og sat í stjórn kaupfélagsins o.s.frv. Innan um í systkinahóp foreldra minna eru svo einhverjir kratar.
Þetta er allt gott fólk og ég er sammála því flestu að einhverju leyti en þá stendur eftir hvað ætti ég að kjósa? Guði sé lof að ég þarf ekki að gera þetta aftur fyrr en eftir 4 ár.
Í dag eru þrjú ár síðan ég byrjaði að vinna hérna. Þá átti þetta bara vera sumarstarf og aldrei hefði mig grunað að ég yrði hér að þremur árum liðnum. En svo ákvað ég að vinna með skólanum og næsta sumar og áfram með skólanum og annað sumar o.s.frv. en nú fer að sjá fyrir endann á þessu. Í tilefni dagsins ætla ég að kjósa. Þá er bara eftir að ákveða hvað ég kýs.
miðvikudagur, maí 07, 2003
Ég þarf að hafa allt á hreinu, allavega sumt, og sendi því mail til háskólans í Álaborg til vera viss um að umsóknin mín hefði komist til skila. Ég sendi mailið rétt fyrir hálf tíu í gærkvöldi og fékk svar korteri fyrir sjö í morgun. Þetta kalla ég skjót viðbrögð, ég er vön að þurfa bíða svona 2-3 daga eftir svari við maili og hefur ekki fundist það mikið. Líklegt að þetta hefði gengið svona fljótt fyrir sig hjá nemendaskránni í HÍ. Mér líst því enn betur á skólann en áður.
Ég er að reyna að hætta að naga neglurnar og það er alveg fáranlega erfitt. Ég er eins og versti reykingamaður eða alki, tek einn dag í einu. Vandamálið er ekki að ég þurfi að naga heldur verð ég afskaplega pirruð í fingrunum þegar neglurnar ná eitthvað að vaxa. Og leiðin til þess að losna við þennan pirring er að naga. En ég verð samt að reyna að standast þetta því engin tekur manneskju með ógeðslega nagaðar neglur alvarlega út í hinum stóra heimi.
þriðjudagur, maí 06, 2003
Stundum held ég að ég hafi óttalega lítið álit á karlmönnum og þar á meðal meira segja mínum eigin föður. Um helgina fór hann með Tönju systurdóttur mína og barnabarn sitt í sveitina þar sem fyrir voru systur hans tvær með börnin sín. Þar var hann yfir nótt sjálfsagt til þess að leyfa mömmu og systur minni að læra undir próf í smá næði. Þegar mér var sagt þetta fannst mér alveg ótrúlegt að hann skyldi hafa gert þetta, verið einn með tæplega tveggja ára gamalt barn í sólarhring án þess að það væri neitt mál. Hvað er eiginlega að mér hugsaði ég svo, afhverju ætti hann ekki að geta þetta. Aldrei myndi ég efast svona um getu mömmu í þessum efnum. Hann hefur eins og hún búið í sama húsi og þetta barn síðan hún var mánaðargömul og þekkir hana því ágætlega. Hann þekkir hana mun betur en ég og hún hann og ekki myndi ég efast um getu mína til að gera þetta. Að ég skuli hugsa svona kvenrembulega. Þar að auku átti ég svona afa sem ég bjó hjá fyrstu tvö ár ævi minnar og flestar mínar bestu bernskuminningar tengjast honum. Sorry elsku pabbi og elsku afi að ég skuli hugsa svona heimskulega.
Eyddi frídeginum mínum í gær í það að hósta frá mér allt vit liggjandi upp í sófa. En nú er þetta allt að skána.
sunnudagur, maí 04, 2003
Ég sá Hugh Jackman í Leno í gær. Hugh þessi er myndarmaður en hefur tekið upp á því að safna hári og skartaði því í þættinum. Vonandi hverfur lubbinn fljótlega því mér fannst þetta skelfilega ljótt en ég hef svosem aldrei verið hrifin af síðu hári á karlmönnum.
En maður ætti náttúrulega aldrei að segja aldrei. Einu sinni var ég hrifin af rauðhærðum, snöggklipptum strák með ljótt tatú í lit á handleggnum. Aldrei hefði mig grunað að það ætti eftir að gerast.
En maður ætti náttúrulega aldrei að segja aldrei. Einu sinni var ég hrifin af rauðhærðum, snöggklipptum strák með ljótt tatú í lit á handleggnum. Aldrei hefði mig grunað að það ætti eftir að gerast.
Í dag er ég búin að hnerra oftar en ég kæri mig um muna. Ég hef þurft að setja fólk á hold í miðju símtali svo ég hnerri ekki í eyrað á þeim. Alltaf skemmtilegt að vera með kvef.
laugardagur, maí 03, 2003
Í gærkvöldi horfði ég á seinni hluta myndarinnar Cool runnings. Þetta er skondin mynd en það var svo sem ekkert sem kom mér á óvart. Myndin vakti upp gamlar minningar frá menntaskólaárunum. Síðustu önnina í skólanum bjó ég ásamt tveimur vinkonum mínum í Furulundinum á Akureyri. Á þeim tíma var þónokkuð um djamm og tilheyrandi þynnku um helgar. Í þynnkunni var það okkar fyrsta verk að skríða fram í stofu og stinga Cool runnings í vídjótækið. Ég hef því séð þessa mynd ótæpilega oft og frasinn "are you dead man?" er reglulega notaður meðal okkar þriggja sem bjuggum í lundinum. Smá nostalgía í gangi þar sem nú fer að nálgast fimm ára stúdentsafmælið.
Eitt prof svona um helgi
You're Cate Blanchett....you can be a great person
and have the ability to do many things at once
you're loved by your friends and family...
What actress are you?
brought to you by Quizilla
You're Cate Blanchett....you can be a great person
and have the ability to do many things at once
you're loved by your friends and family...
What actress are you?
brought to you by Quizilla
föstudagur, maí 02, 2003
Lítið mál. Opið frá 10-22 hjá Sýslumanninum í Reykjavík alla daga fram á kosningum fyrir sveitadurga eins og mig.