Undirbúningur fyrir heimferðina er í fullum gangi. Fór áðan í Hagkaup og keypti 8 tóbakshorn fyrir mömmu en fyrir þá sem ekki vita eru það sumarblóm, mamma tekur ekki í nefið. Svo keypti ég líka helling af káli, tómötum og gúrku. Nú verð ég bara að muna að fara reglulega út í bíl og vökva blómin svo þau drepist ekki. Það væri nú alveg týpískt að koma heim með dauð blóm.
Sambýlingar mínir tveir fara báðir í kvöld þannig að ég verð ein í kotinu í smátíma. Begga fer reyndar ekki fyrr en á miðnætti og þarf ég að keyra hana alla leið í Hafnarfjörð til þess að hún geti fengið far með rútunni sem fer með togarakarlana heim. Það sem maður gerir ekki fyrir vini sína. Ég fer ekki suður í Hafnarfjörð fyrir hvern sem er.
Sambýlingar mínir tveir fara báðir í kvöld þannig að ég verð ein í kotinu í smátíma. Begga fer reyndar ekki fyrr en á miðnætti og þarf ég að keyra hana alla leið í Hafnarfjörð til þess að hún geti fengið far með rútunni sem fer með togarakarlana heim. Það sem maður gerir ekki fyrir vini sína. Ég fer ekki suður í Hafnarfjörð fyrir hvern sem er.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home