laugardagur, maí 17, 2003

Þriðja og síðasta næturvaktin í röð. Treystum ekki lengur á hina lélegu dagskrá bíórásarinnar til að stytta okkur stundir, Elli kom með DVD. Fyrstu tvær vaktirnar fóru í Band of Brothers, 10 þátta seríu um bandaríska fallhlífahermenn í seinni heimstyrjöldinni. Góðir þættir og trúverðugir og tiltölulega lausir við ameríska væmni. Sýna vel hversu slæm hugmynd stríð er. Í nótt var það svo Matrix svona til þess að undirbúa sig fyrir nýju myndina. Núna er K 19 í spilun en hún er ekki að gera góða hluti.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home