Fór á námskeið í morgun þar sem fjallað var um hluti eins og mannleg samskipti, stjórn á eigin tilfinningum, sjálfstjórn, tilfinningagreind og fleira í þeim dúr. Allt til þess að gera okkur hæfari í starfi. Eftir hádegi hef ég reynt að nýta mér þetta á hagnýtan hátt í samskiptum mínum við bæði kúnna og samstarsmenn. Sérstaklega hið einfalda ráð að "brosa" í símann sem svínvirkar. Svo er bara að sjá hvað þessi góði hugur minn endist lengi.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home