Ég er að reyna að hætta að naga neglurnar og það er alveg fáranlega erfitt. Ég er eins og versti reykingamaður eða alki, tek einn dag í einu. Vandamálið er ekki að ég þurfi að naga heldur verð ég afskaplega pirruð í fingrunum þegar neglurnar ná eitthvað að vaxa. Og leiðin til þess að losna við þennan pirring er að naga. En ég verð samt að reyna að standast þetta því engin tekur manneskju með ógeðslega nagaðar neglur alvarlega út í hinum stóra heimi.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home