sunnudagur, maí 25, 2003

Landinn kom bara ágætlega út úr Júróvisjón þetta árið, gæti allavega verið mun verra. Aðalfjörið var að horfa á oft á tíðum kostulegar múnderingar keppenda. Gríska kerlingin var t.d. alveg frábær, ég gat bara ekki hætt að horfa á brjóstin á henni og ekki hef ég hingað til verið mikið fyrir kvenmannsbrjóst. Gísli Marteinn kom líka skemmtilega á óvart, hann var ekki eins leiðinlegur og venjulega. Á stundum náði hann meira að segja að verða nokkuð hnyttinn.

Sérdeilis ánægjulegt að Sigrún er aftur meðal vor.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home