laugardagur, maí 24, 2003

Nennti ómögulega á fætur á morgun og ekki bætti úr skák vitneskjan um það að ég fer ekki aftur að sofa fyrr en 9 í fyrramálið. Er að vinna mína vakt 9-18 í dag og svo næturvakt 23-9 í nótt. Þetta er gert til þess að komast heim um næstu helgi. Það er því ekkert Eurovision djamm á þessum bæ og ég get reyndar ekki sagt að ég sakni þess, tvær helgar í röð úti á galeiðunni er nóg fyrir mig. En mikið svakalega verð ég syfjuð í nótt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home