þriðjudagur, maí 06, 2003

Stundum held ég að ég hafi óttalega lítið álit á karlmönnum og þar á meðal meira segja mínum eigin föður. Um helgina fór hann með Tönju systurdóttur mína og barnabarn sitt í sveitina þar sem fyrir voru systur hans tvær með börnin sín. Þar var hann yfir nótt sjálfsagt til þess að leyfa mömmu og systur minni að læra undir próf í smá næði. Þegar mér var sagt þetta fannst mér alveg ótrúlegt að hann skyldi hafa gert þetta, verið einn með tæplega tveggja ára gamalt barn í sólarhring án þess að það væri neitt mál. Hvað er eiginlega að mér hugsaði ég svo, afhverju ætti hann ekki að geta þetta. Aldrei myndi ég efast svona um getu mömmu í þessum efnum. Hann hefur eins og hún búið í sama húsi og þetta barn síðan hún var mánaðargömul og þekkir hana því ágætlega. Hann þekkir hana mun betur en ég og hún hann og ekki myndi ég efast um getu mína til að gera þetta. Að ég skuli hugsa svona kvenrembulega. Þar að auku átti ég svona afa sem ég bjó hjá fyrstu tvö ár ævi minnar og flestar mínar bestu bernskuminningar tengjast honum. Sorry elsku pabbi og elsku afi að ég skuli hugsa svona heimskulega.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home