föstudagur, maí 30, 2003

Í dag er ekki svo merkilegur dagur. Dagurinn er meira svona leiðinlegur dagur, ég lofaði mér í aukavinnu í einhverju dugnaðarkasti fyrr í mánuðnum og þarf núna gjalda fyrir það og vera hér í 14 tíma í dag. Morgundagurinn verður hinsvegar mikill dýrðardagur. Fyrst ber að nefna að á morgun á ég 11 ára fermingarafmæli. Á morgun á líka Sindri mágur minn afmæli en hann verður 21 árs drengurinn. Síðast en ekki síst og það sem gerir þennan dag svona dýrlegan er að á morgun fer ég heim. Það er bara eitthvað svo afskaplega gott og gaman við það að fara heim til mömmu og pabba og allra. Stundum held ég reyndar að ég sé 5 ára en ekki bráðum 25. Og svo þykist ég ætla að flytja úr landi og vera langdvölum í burtu frá minni ástkæru fjölskyldu. Það verður fróðlegt að sjá hverning það gengur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home