laugardagur, maí 03, 2003

Í gærkvöldi horfði ég á seinni hluta myndarinnar Cool runnings. Þetta er skondin mynd en það var svo sem ekkert sem kom mér á óvart. Myndin vakti upp gamlar minningar frá menntaskólaárunum. Síðustu önnina í skólanum bjó ég ásamt tveimur vinkonum mínum í Furulundinum á Akureyri. Á þeim tíma var þónokkuð um djamm og tilheyrandi þynnku um helgar. Í þynnkunni var það okkar fyrsta verk að skríða fram í stofu og stinga Cool runnings í vídjótækið. Ég hef því séð þessa mynd ótæpilega oft og frasinn "are you dead man?" er reglulega notaður meðal okkar þriggja sem bjuggum í lundinum. Smá nostalgía í gangi þar sem nú fer að nálgast fimm ára stúdentsafmælið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home