þriðjudagur, maí 27, 2003

Það að vaka í sólarhring fór alveg ferlega illa í mig og ég fyrst orðin eðlileg aftur í dag. Í gamla daga þegar ég vann í rækjunni heima á sumrin man ég eftir því að hafa vakað í sólarhring vegna vinnu og svo fór ég inn á Blönduós eitthvað að útrétta eins og ekkert væri. Þegar ég fór svo loksins að sofa var ég búin að vaka í rúma 30 tíma og var fljót að jafna mig. Ég er bara verða gömul held ég. Máli mínu til stuðnings eru hrukkurnar sem ég er komin með undir augun og svo er ein komin milli augnabrúnana fyrir ofan nefið. Ég verð að fara kaupa mér hrukkukrem til þess að stemma stigu við þessu. Ég hefði aldrei trúað að ég yrði svona hryllilega grunnhyggin.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home