mánudagur, janúar 31, 2005

Allir Íslendingarnir í teitinu á laugardaginn voru Reykvíkingar nema dreifarinn ég. Ég kynnti þá fyrir "hugtakinu" "borg óttans" sem stunudm er notað af okkur dreifbýlispakkinu um Reykjavíkina. Þetta vakti þó nokkra kátínu.

Ég get verið helvítis bitch stundum en ég verð bara að hafa sem mest á hreinu. Nú verður einbeitt sér að ritgerðarsmíðum, ekkert strákastand takk fyrir.

sunnudagur, janúar 30, 2005

Jesús minn góður. Ég held að hausinn á mér sé að klofna. Hausverkur frá helvíti. Og hvað kennir þetta mér? Að drekka ekki næstum heila rauðvínsflösku plús einhverja bjóra án þess að hafa borðað almennilega yfir daginn. Mun ég láta þetta mér að kenningu verða? Nei, sjálfsagt ekki.

laugardagur, janúar 29, 2005

Nú á að taka á því kvöld, drekka sig svartfulla og fara síðan og finna kökukastarana frá því í gærkvöldi í fjöru. Nei, þetta er nú meira svona spaug enda ég löngum verið sein til vandræða. Teiti hjá Þórunni og Helga í kvöld og í tilefni af því fjárfesti ég í rauðvínsflösku. Kannski verður svo kíkt í götuna ef stemning verður fyrir því.

Og svona af því ég var spurð þá er ég ekki enn komin með síma hér, hvorki heimasíma né gsm en það er í vinnslu. Það tekur allt lengri tíma hérna í Danmörku en heima, þannig er það bara. Nema að vísu að nota almenningssamgöngur, þær eru mun skilvirkari hér.

Skrítnar draumfarir undanfarið. Einhverra hluta vegna er föðurfjölskylda mín farin að "ásækja" mig. Um daginn var það Ingunn föðursystir mín í einhverjum vesenis/stress draumi og í nótt var það Himmi og Sigga ásamt Krumma frænda sálugum og Eia, Finni og Heiðrúnu börnum Sigga bróður afa. Skrítið því ég man ekki til þess að hafa dreymt sumt af þessu fólki nokkurn tímann áður. Spurning hvað veldur.

Greinilegt að ég er ekkert að læra þessa dagana,hvorki lesa né skrifa. Það kemur út í óvenju mörgum bloggfærslum. En það verður lát á þessu eftir helgi.
Var grýtt í strætó í kvöld. Unglingsstrákar sem sátu fyrir aftan mig hentu eftir því sem ég kemst næst mjög harðri köku í hausinn á mér. Ég sneri mér við og bað þá á ensku vinsamlegast um að hætta þessu. Einn þeirra baðst stuttu síðar afsökunar á þessu framferði sínu. Þessir drengir voru á leið niður í bæ og greinilega undir áhrifum áfengis, gamla konan ég hugsaði svei attan en fattaði svo að hér í Danaríki þarftu einungis að vera 15 ára til þess að versla áfengi.

Hef lesið bókina sem hlaut bókmenntaverðlaunin í flokki fagurbókmennta að þessu sinni. Þetta var jólabókin frá ömmu. Ágætis bók alveg hreint, skilur eitthvað eftir sig. Um konu um þrítugt sem er í tilvistarkreppu. Er amma annars að reyna að segja mér eitthvað með bókagjöfum sínum? Í fyrra var það Stormur eftir Einar Kárason sem fjallar um Íslending sem flytur til Danmerkur og leggst upp á danska kerfið.

Og eitt, ég ætti kannski fyrst að sjá eitthvað að mínu eigin landi áður en ég túra evrópsku borgirnar. Hef nefnilega séð alveg sorglega lítið af Ísalandinu.

fimmtudagur, janúar 27, 2005

Djöfull sem ég þarf að fara að ferðast. Ekki búa í útlöndum heldur vera túrísti. Fyrst á listanum er Evrópa. Hef varla komið út fyrir skandinavíu. Berlín er einhverra hluta vegna ofarlega í huga mínum í þessum efnum. Þyrfti bara að gera svona plan. Lágmark tvær borgir á ári, næstu tvö fimm árin eða svo. Eftir það væri ég svona sæmilega forfrömuð í evrópskum borgum. Spurning hvernig ég ætti að hafa efni á þessu en eins og alltaf er það bara spurning um forgangsröð.
Var að horfa á fyrsta þátt dönsku þáttaraðarinnar Örninn. Þar er um að ræða pan-norrænan þátt með eindæmum. Aðalsöguhetjan er hálfur Íslendingur að nafni Hallgrímur Hallgrímsson, ákaflega klár dönsk lögga sem talar auk dönsku og íslensku, rússnesku, þýsku, frönsku og arabísku. Hann er svo í einhverri krísu og sú krísa tengist að mér sýnist æsku hans á Íslandi, nánar til tekið í Vestmannaeyjum ef ég sá rétt. Til að gera þáttinn ekta pan-norrænan horfði ég á hann á norska eitt með norskum texta og svo var sænskur flugvallarstarfsmaður að nafni Frida sem talaði sænsku. Um miðbik þáttar fékk Hallgrim eða Hallgrímur símtal frá Fróni og brestur á með íslensku. Var ekki alveg að átta mig á að allt í einu gæti ég skilið allt vanræðalaust því maðurinn talaði með talsverðum hreim. En systir hans, á hinum endanum, talaði hins vegar afbragðs íslensku enda íslensk leikkona sem leikur hana. Í lok þáttarins eins og í byrjun var síðan flogið lágflugi yfir íslenska náttúru.

Þetta virtist allt í lagi þáttur þótt skúrkarnir rússnesku kæmust undan. En kannski er beint framhald í næsta þætti. Veit ekki hvort ég nenni að horfa en þetta er allavega ágætis dönsku/norsku og jafnvel sænsku kennsla. Svo gerðist þátturinn að miklu leyti á mínum ástkæra flugvelli þeirra Kaupinhafninga, Kastrup.


miðvikudagur, janúar 26, 2005

Var mætt á slaginu níu á skrifstofuna í morgun til að skila verkefninu. Þegar ég kom heim borðaði ég morgunmat og lagðist síðan aftur upp í rúm og dormaði þar fram eftir morgni. Vaknaði svo í hádeginu úfin og rugluð við að bankað var á hurðina mína. Var þar komin kona frá póstinum með pakka að heiman. Ullarsokkar og nærföt, það er sko passað upp á að ekki væsi um mann í útlandinu. Takk, mamma. Ákvað annars í gær að ekkert skildi gert í dag og þá meina ég alls ekkert. Ég get reyndar verið ansi góð í því, er semsagt heima núna á miðvikudagseftirmiðdegi á náttfötunum glápandi á mislélega sjónvarpsþætti. En á morgun skal útréttað duldið, þrifið og hafist handa við fyrstu mastersritgerðar athuganir. Ó, sei, sei, já.

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Kláraði að ganga frá verkefninu á hádegi í dag, er orðin helvíti góð í því að gorma. Gat þó ekki skilað því skrifstofan lokar hálf tólf. Duldið spes. En ég skila bara í fyrra málið. Svo hitti ég kennarann minn á ganginum og spurði hann út í vörnina, hún verður víst ekki fyrr en einhvern tímann í febrúar, jafnvel seint í febrúar. Þurfa víst að prófa nokkra á sama tíma því það er jú hagkvæmara. Greinilegt að það er ekkert verið að pæla í aumingjans íslenskum námsmönnum sem eru á lánum hjá LÍN. Nú verð ég bara að fara að koma mér af stað í næsta verkefni, mastersritgerðinni. Get varla beðið, eða þannig sko.

mánudagur, janúar 24, 2005

Búin með verkefnið. Á bara eftir að prenta út, gorma og skila þremur eintökum. Geri það á morgun, degi á undan áætlun.

Það er greinilegt að það líður að kosningum hér í Danaveldi. Mynd af Anders Fogh forsætisráðherra á öðru hverju strætóskýli og skilaboð um það að hann komi hlutunum í verk. Er ekki mikið inn í danskri pólitík og veit ekki hvað ég myndi kjósa hefði ég rétt til þess. En ég veit þó að ég myndi seint kjósa Dansk Folkeparti. Fyrir það fyrsta er sá flokkur mjög fjandsamlegur innflytjendum og svo sá ég auglýsingu frá þeim þar sem verndun dýra var aðal málið. Ekki það að mér finnist það allt í lagi að fara illa með dýr en ég held varla að það sé það mál sem helst verði að taka á hér í Danmörkunni.

Las það á síðu norsku hagstofunnar í dag að Emma er algengasta nafn sem gefið er stúlkubörnum þar í landi annað árið í röð. Þetta virðist vera eitthvað skandinavískt trend því Emma er víst líka vinsælasta nafnið í Svíþjóð og Danmörku. Emma er held ég ekki einu sinni á topp tíu heima. Og nota bene, ég var ekki á heimasíðu norsku hagstofunnar mér til dægrastyttingar. Bara svo það sé á hreinu.

sunnudagur, janúar 23, 2005

Kláraði að skrifa á föstudaginn og er núna svona í rólegheitum að lesa yfir, gera heimildaskrá og svona. Gerði ekkert í gær heldur fór bara í bæinn með Þórunni í góða veðrinu, sólin loksins farin að láta sjá sig í Álaborginni. Ætlaði nú reyndar bara að versla linsuvökva og krem og svona en endaði á því að kaupa líka sjal og jakka. Kvöldinu var svo varið í að spila pictionary þar sem mínir einstöku listrænu hæfileikar fengu að njóta sín. Það er allavega gott að geta komið fólki til þess að hlæja.

Mamma mín elskuleg átti afmæli í gær, 54 ára kerlingin. Ég stóð mig vel og sendi henni sms í tilefni dagsins fyrir hádegi eða um hálf tíu að hennar tíma. Stóð mig ábyggilega betur en hinn krakkinn. Í dag á ég svo skírnarafmæli held ég, 26 ár síðan Þóru nafninu var spyrt við mig og ég varð formlega meðlimur í þjóðkirkjunni. Man að ég var ekkert of sátt við Þóru nafnið þegar ég var krakki, fannst það stutt og ómerkilegt og ég hafði ekki einu sinni neitt seinna nafn. Í dag finnst mér þetta bara fínt nafn, stutt og laggott en alveg feikinóg.

fimmtudagur, janúar 20, 2005

6.715 orð komin, 1.285 orð to go. Já, já, þetta er allt að koma. Var hörkudugleg í gær, skrifaði rúm 1200 orð, verslaði, eldaði og þvoði þvott. Til þess að bæta þetta upp ákvað ég í dag að sofa næstum fram að hádegi. Það var nefnilega svo mikil rigning úti sjáðu til. Klára þetta um helgina á góðum tíma. Fékk líka vísi að hugmynd að masters ritgerð í gær. Leitaði svo ráða hjá hinni nýbökuðu móður, meistara Beggu, þar sem hún er nú með masterspróf í náskildu fagi. Hvar eru annars myndirnar af honum Guðjóni litla frú mín góð? Ég sem tók mig til og hreinsaði helling út úr inboxinu mínu svo að hægt væri að senda mér myndir. Ég meina barnið er orðið tveggja daga gamalt og ég hef enga hugmynd um hvernig það lítur út.

Matur hjá Þórunni og Helga í kvöld. Það verður gott að losna úr þessari hálfgerðu einangrunn sem ég hef verið í síðustu daga hér í þessu herbergi og á bókasafninu.

þriðjudagur, janúar 18, 2005

Barn er fætt. Kom reyndar á óvart með því að vera strákur. Fór reyndar að rifja það upp þegar ég heyrði fréttirnar að mig hefur dreymt angann tvisvar og í bæði skipti var það strákur. Kannski ég sé bara pínu berdreymin.

Annars er lítið að frétta. Geri lítið annað en að læra og hvíla heilann á kvöldin með sjónvarpsglápi. 5.049 orð komin á blað af 8000 og á morgun er vika í skil, allt gengur því skv. áætlun.

laugardagur, janúar 15, 2005

Ekkert barn komið, það hætti við. Strax farið að líkjast móður sinni, er með vesen. Nei, ég segi nú bara svona.
As we speak, eða öllu heldur as I write, er ein besta vinkona mín að koma lífi í heiminn heima á Fróni. Vonandi gengur þetta vel hjá henni og vonandi er þetta bara afstaðið en ég hef engar fréttir fengið síðan 9 í morgun. Ætla ekki að hringja eða neitt því ég veit sem er að hún er mjög upptekin við annað og lætur mig vita fljótlega eftir að anginn kemur í heiminn.

Ég er bara að letast. Er búin að skrifa smá í dag en er ekki alveg að nenna þessu í dag. Var rosa dugleg í gær og allt er á áætlun svo að það er ekkert voðalegt.

Jamm.

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Netið komið og sjónvarpsstöðvarnar 30 líka. Á hádegi í dag fékk ég prófið og er búin að svara einni spurningu af fjórum. Það skal þó tekið fram að hún er langstyst en hálfnað verk þá hafið er.

Er annars bara alls ekki að nenna að versla mat. Nenni ómögulega að hugsa eitthvað upp sem ég get étið. Hef því borðað þrjár svona danskar bollur í dag með osti og skinku. Mjólkin er nefnilega búin svo ég gat ekki fengið mér hinn réttinn sem til er í kotinu, kornflex. Á morgun skal ég fara út í búð eftir skóla og elda svo eitthvað smá. Annars fer heilann bara að vanta næringu. Þórunn hefur reyndar bjargað mér með því að gefa mér ítrekað að borða síðustu daga. Gott að eiga svona matmóður í útlandinu.

Semsagt lítið að frétta úr landi múrsteina og reiðhjóla. Er aðeins byrjað að lengja eftir barninu "mínu" þó sjálfsagt ekki jafn mikið og Beggu. En þetta kemur víst allt.

þriðjudagur, janúar 11, 2005

Rumid komid i hus. Keypti rum i genbrug i gær og sæng og kodda i Jysk. I nott verdur sko sofid med stæl, o, sei, sei, ja. Annars er allt ad gerast her i Alaborginni. Er a bokasafninu ad klara internshiplysinguna og a morgun byrja eg i "profinu". Hitti kennarann minn i gær og vid sømdum saman spurningar. Ja, eg fekk actually ad rada tvi svoldid hverju verdur spurt ad. Tad er dekrad vid mann greinilega tegar madur er komin svona langt aleidis i naminu. Hann veit greinilega lika eitthvad minna um tetta. Spurdi mig hverjir væru adilar ad EES samningnum og vard hissa tegar eg sagdi ad tad væru bara vid, Nordmenn og Liechtenstein.

Helgin var fin enda dvaldist eg longum stundum hja Torunni og Helga. A fostudagskvoldid var farid i gotuna. Eg ætladi bara ad vera tangad til sidasti stræto færi en svo var fengid ser bjor og annan og tegar Torunn og Helgi foru heim baud Mikael, danskur vinur Helga, mer upp a nightcap. Nightcaparnir urdu svo fleiri en einn og eg var ekki komin heim fyrr en rumlega 5. A laugardaginn fekk eg svo Torunni med mer nidur i bæ og eg versladi sjonvarp. Eg heimsotti tau svo seinnipartinn og vard vedurteppt hja teim tangad til morguninn eftir. Ja, tad er ekki ollum sem hefur tekist ad verda vedurtepptir i Danmørku. Astædan var ju mesti stormur her sidan 1999 en søkum hans hætti stræto ad ganga. Tetta var nu alveg soldill stormur, serstaklega to tegar tekid er tillit til byggingalags i Danmørku. Eg natturulega tok stræto heim til Torunnar og Helga eins og ekkert væri tegar vedrid stod sem hæst enda bara svoldid rok en var nu ekki alveg roleg tegar eg labbadi ur strætonum og sa allt draslid sem fauk um goturnar. Tad kom lika a daginn ad her i Alo fuku tøk af husum og tre rifnudu upp med rotum.

Eg er ekki fra tvi ad dønskukunnatta min hafi skanad i Noregi. Allavega hef eg talad meiri dønsku her nuna en nokkru sinni adur. Kannski er eg bara ordin vidkunnalegri eda eitthvad tvi folk virdist gefa sig frekar a tal vid mig en adur.

Jæja, nu verd eg ad hætta tessu rugli og snua mer ad skriftum. Ætla ad klara tetta i dag adur en bokasafnid lokar. Næst verdur bloggad a alvøru islensku tvi internetid er væntalegt i hus seinnipartinn i dag, jej.

föstudagur, janúar 07, 2005

Komin til Alaborgarinnar eftir langt og strangt ferdalag. Hitti to Toru frænku, Danna og Elisabetu litlu i Leifsstod og vid vorum svo samferda i lestinni til Århus. Tad stytti ferdina toluvert. Gisti i nott hja Torunni og Helga tar sem var natturulega tekid afskaplega vel a moti mer. Adan for eg sidan a kollegid tar sem eg ætla vist ad bua fram a sumar. List svona skitsæmilega a tetta, hef mitt eigid badherbergi sem er gott en tarf enn og aftur ad fara ut i rumreddingar. To nægjusom se list mer ekki a ad sofa til frambudar a 70 cm dynu. Tarf lika ad kaupa mer sæng og kodda og sjonvarp. List ekki alveg a tad ad vera sjonvarpslaus heldur. Er nuna a bokasafninu tar sem eg er ekki enn komin med netid en tad stendur til bota.

Semsagt allt sæmo fra Danariki. Sakna natturlega alls og allra ad heiman og meira ad segja Noregi lika. Hefdi ekki grunad ad tad kæmi svona sterkt inn.

sunnudagur, janúar 02, 2005

Búin að vera í góðri pásu, meira segja komið nýtt ár og allt. Gleðileg jól annars og farsælt komandi ár til ykkar sem rekast hingað inn. Þið ykkar sem áttuð jafnvel von á jólakorti, vonandi hafið þið ekki móðgast. Ég tek nefnilega ábyrgðarleysi mínu mjög alvarlega og sendi því engin jólakort þetta árið. Ég hugsaði hins vegar fallega til allra sem ég þekki og líkar vel við.

Farið að styttast all verulega í Danmerkurför. Verð að segja að ég hlakka ekki beint til. Það verður reyndar gaman að hitta aftur Þórunni og Helga og Dögg og svona en sömuleiðis leiðinlegt eins og alltaf að koma sér fyrir. Er heldur ekki alveg að nenna að fara að læra á fullu. Tveggja vikna verkefni fram undan úr lesefni síðustu annar svo vörn og þá masters ritgerðin. Tómt stuð. En ég þekki þó allavega staðinn og eitthvað fólk á staðnum, það er alltaf jákvætt.

Annars voru þessi jól og áramót með allra rólegasta móti. Veðrið setti mark sitt á þetta allt saman. Reyndum ekki einu sinni að skjóta upp flugeldunum á miðnætti. Skutum þeim upp í gærkvöldi í staðinn sem er alls ekki það sama.

Hvernig ár ætli 2005 verði? Einu sinni hafði ég þá kenningu að oddatöluár væru betri en slétt ár, veit reyndar ekki alveg á hverju ég byggði það. En ég er allavega orðin afhuga þeirri kenningu, 2004 var miklu skemmtilegra heldur en 2003.