miðvikudagur, janúar 12, 2005

Netið komið og sjónvarpsstöðvarnar 30 líka. Á hádegi í dag fékk ég prófið og er búin að svara einni spurningu af fjórum. Það skal þó tekið fram að hún er langstyst en hálfnað verk þá hafið er.

Er annars bara alls ekki að nenna að versla mat. Nenni ómögulega að hugsa eitthvað upp sem ég get étið. Hef því borðað þrjár svona danskar bollur í dag með osti og skinku. Mjólkin er nefnilega búin svo ég gat ekki fengið mér hinn réttinn sem til er í kotinu, kornflex. Á morgun skal ég fara út í búð eftir skóla og elda svo eitthvað smá. Annars fer heilann bara að vanta næringu. Þórunn hefur reyndar bjargað mér með því að gefa mér ítrekað að borða síðustu daga. Gott að eiga svona matmóður í útlandinu.

Semsagt lítið að frétta úr landi múrsteina og reiðhjóla. Er aðeins byrjað að lengja eftir barninu "mínu" þó sjálfsagt ekki jafn mikið og Beggu. En þetta kemur víst allt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home