þriðjudagur, janúar 25, 2005

Kláraði að ganga frá verkefninu á hádegi í dag, er orðin helvíti góð í því að gorma. Gat þó ekki skilað því skrifstofan lokar hálf tólf. Duldið spes. En ég skila bara í fyrra málið. Svo hitti ég kennarann minn á ganginum og spurði hann út í vörnina, hún verður víst ekki fyrr en einhvern tímann í febrúar, jafnvel seint í febrúar. Þurfa víst að prófa nokkra á sama tíma því það er jú hagkvæmara. Greinilegt að það er ekkert verið að pæla í aumingjans íslenskum námsmönnum sem eru á lánum hjá LÍN. Nú verð ég bara að fara að koma mér af stað í næsta verkefni, mastersritgerðinni. Get varla beðið, eða þannig sko.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home