laugardagur, janúar 29, 2005

Nú á að taka á því kvöld, drekka sig svartfulla og fara síðan og finna kökukastarana frá því í gærkvöldi í fjöru. Nei, þetta er nú meira svona spaug enda ég löngum verið sein til vandræða. Teiti hjá Þórunni og Helga í kvöld og í tilefni af því fjárfesti ég í rauðvínsflösku. Kannski verður svo kíkt í götuna ef stemning verður fyrir því.

Og svona af því ég var spurð þá er ég ekki enn komin með síma hér, hvorki heimasíma né gsm en það er í vinnslu. Það tekur allt lengri tíma hérna í Danmörku en heima, þannig er það bara. Nema að vísu að nota almenningssamgöngur, þær eru mun skilvirkari hér.

Skrítnar draumfarir undanfarið. Einhverra hluta vegna er föðurfjölskylda mín farin að "ásækja" mig. Um daginn var það Ingunn föðursystir mín í einhverjum vesenis/stress draumi og í nótt var það Himmi og Sigga ásamt Krumma frænda sálugum og Eia, Finni og Heiðrúnu börnum Sigga bróður afa. Skrítið því ég man ekki til þess að hafa dreymt sumt af þessu fólki nokkurn tímann áður. Spurning hvað veldur.

Greinilegt að ég er ekkert að læra þessa dagana,hvorki lesa né skrifa. Það kemur út í óvenju mörgum bloggfærslum. En það verður lát á þessu eftir helgi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home