Var mætt á slaginu níu á skrifstofuna í morgun til að skila verkefninu. Þegar ég kom heim borðaði ég morgunmat og lagðist síðan aftur upp í rúm og dormaði þar fram eftir morgni. Vaknaði svo í hádeginu úfin og rugluð við að bankað var á hurðina mína. Var þar komin kona frá póstinum með pakka að heiman. Ullarsokkar og nærföt, það er sko passað upp á að ekki væsi um mann í útlandinu. Takk, mamma. Ákvað annars í gær að ekkert skildi gert í dag og þá meina ég alls ekkert. Ég get reyndar verið ansi góð í því, er semsagt heima núna á miðvikudagseftirmiðdegi á náttfötunum glápandi á mislélega sjónvarpsþætti. En á morgun skal útréttað duldið, þrifið og hafist handa við fyrstu mastersritgerðar athuganir. Ó, sei, sei, já.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home