Var grýtt í strætó í kvöld. Unglingsstrákar sem sátu fyrir aftan mig hentu eftir því sem ég kemst næst mjög harðri köku í hausinn á mér. Ég sneri mér við og bað þá á ensku vinsamlegast um að hætta þessu. Einn þeirra baðst stuttu síðar afsökunar á þessu framferði sínu. Þessir drengir voru á leið niður í bæ og greinilega undir áhrifum áfengis, gamla konan ég hugsaði svei attan en fattaði svo að hér í Danaríki þarftu einungis að vera 15 ára til þess að versla áfengi.
Hef lesið bókina sem hlaut bókmenntaverðlaunin í flokki fagurbókmennta að þessu sinni. Þetta var jólabókin frá ömmu. Ágætis bók alveg hreint, skilur eitthvað eftir sig. Um konu um þrítugt sem er í tilvistarkreppu. Er amma annars að reyna að segja mér eitthvað með bókagjöfum sínum? Í fyrra var það Stormur eftir Einar Kárason sem fjallar um Íslending sem flytur til Danmerkur og leggst upp á danska kerfið.
Og eitt, ég ætti kannski fyrst að sjá eitthvað að mínu eigin landi áður en ég túra evrópsku borgirnar. Hef nefnilega séð alveg sorglega lítið af Ísalandinu.
Hef lesið bókina sem hlaut bókmenntaverðlaunin í flokki fagurbókmennta að þessu sinni. Þetta var jólabókin frá ömmu. Ágætis bók alveg hreint, skilur eitthvað eftir sig. Um konu um þrítugt sem er í tilvistarkreppu. Er amma annars að reyna að segja mér eitthvað með bókagjöfum sínum? Í fyrra var það Stormur eftir Einar Kárason sem fjallar um Íslending sem flytur til Danmerkur og leggst upp á danska kerfið.
Og eitt, ég ætti kannski fyrst að sjá eitthvað að mínu eigin landi áður en ég túra evrópsku borgirnar. Hef nefnilega séð alveg sorglega lítið af Ísalandinu.
1 Comments:
Hellú og þú fyrirgefur lítið samband undanfarna daga en það er nú svona þegar maður er nýbúinn að baka. Langaði bara að líta við hjá þér og sjá hvað væri um að ske (he he he). Bæti svo inn fleiri myndum af prinsinum fljótlega og sendi þér jafnvel einhverjar alveg spes. - ertu kominn með síma þarna í útlandinu, maður þorir ekkert að hringja í þig í gemsann því það er svo dýrt fyrir þig.
Bestu kveðjur frá nýju fjölskyldunni
Skrifa ummæli
<< Home