mánudagur, desember 22, 2003

Komin heim á ströndina. Það er einfaldlega frábært. Var reyndar hrikalega þreytt í gær eftir langt ferðalag en sofnaði samt ekki fyrr en eftir miðnætti í gærkvöldi. Ég semsagt á endanum sleppti bara einni nótt í svefni, ég er ekki góð í því að sofa í lestum, flugvélum og flugvöllum.
Tanja hefur breyst alveg helling, orðin altalandi og syngur mikið. Hún var aðeins feimin fyrst en þekkti mig samt alveg. Áðan bjuggum við svo til fyllt brauðhorn, ég gerði fyllinguna með hjálp Tönju. Í kvöld er svo laufarbrauðsgerð. Lífið er yndislegt.

laugardagur, desember 20, 2003

Jæja þá er ég búin að pakka niður og er tilbúin að fara heim. Núna er bara að bíða þangað til klukkan fer að nálgast miðnætti og trítla svo til Þórunnar og Helga og taka leigubíl niður á lestarstöð. Ég er meira að segja búin að smyrja nesti, þetta er langt ferðalag og veitingarnar í lestinni eru svo ógeðslega dýrar. Já, ég er bara farin að hugsa eins og sannur Jóti eða segir maður Jótlendingur. En fyrir þá sem ekki vita eru þeir þekktir fyrir nísku sína hér í Danmörku.
Klukkan er ekki orðin eitt á laugardegi og ég er búin að fara niður í bæ og kaupa jólagjafir. Ég keypti mér líka buxur og þeir sem þekkja mig vita að það er saga til næsta bæjar. Svo fékk ég mér hádegismat á McDonalds, já ég veit, en það er ekkert í ísskápnum vegna þess að ég ætla að þýða hann áður en ég fer heim og þetta eru skástu hamborgarar sem ég hef fengið hér. Það er eitt sem Danir kunna bara alls ekki að gera, hamborgarar. Annars sá ég að það er hægt að kaupa gjafakort hjá þeim. Hefði bara átt að gefa öllum eitt slíkt í jólagjöf. Það hefði ábyggilega gert mikla lukku.

föstudagur, desember 19, 2003

Tókst að kaupa tvær gjafir í bænum. Fékk mér líka danska, rauða pylsu með öllu. Pulsan er löng og brauðið stutt og á þetta er sett m.a. súrar gúrkur. Smakkaðist alveg merkilega vel bara.
Begga mín kæra, er ekki kominn tími til að blogga?????
Gærdagurinn fór í það að njóta þess að gera ekki neitt, dúraði fyrir framan sjóvarpið og eldaði kjúkling. En í dag var jólahreingerningin hér á Poul Buas Vej og nú er allt orðið hreint og fínt. Kláraði líka loksins að pakka upp. Já ég átti smá eftir síðan ég kom í haust og því ekki seinna vænna að gera það núna rétt áður en ég fer heim aftur. Núna er planið að fara skotferð á bókasafnið því að ég á víst eftir að skila einni bók. Reyndar er erfitt að skjótast þangað þar sem það tekur hálftíma að fara þangað með strætó. Á bakaleiðinni ætla ég svo að kíkja á jólaæðið niðri í bæ, það er ekki seinna vænna að fara að kaupa þessar jólagjafir. Á bara eftir að sofa eina nótt hérna. Þeirri síðustu verður svo eytt í lestinni á leiðinni til Köben. Ohh það er verið að spila Snæfinn snjókarl á Létt. Þetta var uppáhalds jólalagið mitt þegar ég var krakki, sérstaklega út af skrítnu röddinni. Ahh þarna kom "skrítna röddin" nú er ég sko komin í jólaskap.

fimmtudagur, desember 18, 2003

Ég verð sjaldan drukkin á fimmtudagskvöldin en þó enn sjaldnar á miðvikudagskvöldum. Fór með hópnum mínum í Stúdentahúsið og ætlaði að taka síðasta strætó heim um hálf eitt. Enn einhverra hluta vegna kom ég ekki heim fyrr en um þrjú, ótrúlega mikið líf í miðbæ Álaborgar í miðri viku. Úff það verður erfitt að vakna í fyrramálið en það tekst sjálfsagt.

miðvikudagur, desember 17, 2003

Buin med verkefnid. Bara eftir ad skila. Fengum okkur bjor strax og tetta var buid her i skolanum. Svoldid fyndid ad vera undir ahrifum her. En hvad um tad, tetta er loksins buid.

þriðjudagur, desember 16, 2003

Var að koma heim úr skólanum, er búin að vera þar síðan 10 í morgun. Mæti svo klukkan 9 í fyrramálið og við ætlum fjandakornið að klára verkefnið og helst skila því. Svo ætla ég að fá mér bjór annað kvöld, það er sko alveg á hreinu.
Annars er stór dagur í dag því Hildur vinkona er orðin 25 ára. Húrra, húrra, ég hitti hana á sunnudaginn kemur.

sunnudagur, desember 14, 2003

Keikó dáinn og búið að klófesta Saddam. Ég held að það sé ekkert samband þarna á milli. Daninn í hópnum mínum vissi hver Keikó var en Pólverjinn ekki. Þeir vita hins vegar báðir hver Saddam er.
Það verður frólegt að sjá hvað þeir gera við manninn. Hann á svosem allt illt skilið kallinn en kaninn hefur samt engan rétt til þess að láta lífláta hann með einhverjum hætti frekar en aðra menn. En kaninn hefur aðrar skoðanir á þessu en ég eins og á svo mörgu öðru í þessum heimi.



.
Sit her i skolanum med hopnum minum og a ad vera skrifa methodology. En akvad ad bologga i stadinn. Skemmtilegasta stadreynd dagsins er ad eftir viku verd eg ad leggja af stad heim fra Kastrup. Tad versta er ad eg a enn eftir ad vinna i tessu verkefni i 4-5 daga. En tetta er allt ad koma, er ekkert of svartsyn nuna. En jæja tetta tydir ekki, tad eru allir ad gera eitthvad nema eg. Best ad koma ser ad verki.

fimmtudagur, desember 11, 2003

Hej og í dag eru akkúrat tíu dagar þangað til ég fer heim. Eintóm gleði.
Ef ég lært eitthvað í þessu námi hérna þá er það að vinna í hóp. Ég veit núna að ég hef oft voða mikið að segja og líka að ég verð að hafa einhverja stjórn á hlutunum. Krakkarnir í hópnum mínum eru farin að gera grín að mér fyrir planáráttu mína. Ég þarf alltaf að skipuleggja hvað á að gera næstu daga og hver ætlar að gera það og þar fram eftir götunum. Og þetta er alveg rétt, mér líður hreinlega ef það er ekki eitthvað skipulag.

miðvikudagur, desember 10, 2003

Var að fá þær fréttir rétt í þessu á blessaða msninu að systir mín elskulega fékk 10 í ensku. Það eru greinilega fleiri snillingar en ég í þessari fjölskyldu :)
Þetta er lítill heimur. Núna er þáttur um Brim sem er sjávarútvegsarmur Eimskipafélagsins á Sænska 2. Þetta fyrirtæki er atvinnuveitandi næstum allra minna nánustu. Mikið svakalega hafa fimmtugir íslenskir bisniskarlar mikinn hreim þegar þeir tala ensku. Vonandi er minn þó ekki svona slæmur.
Er komin með hellu fyrir annað eyrað og versnandi eyrnaverk. Prófaði að hringja í heimilislækninn sem ég hef aldrei farið til en það er lokað til hálf þrjú. Verð eiginlega að fá eitthvað gert við þessu, hittum kennarann á morgun og ég þarf eiginlega að heyra hvað hann segir. Heyri ekki svo mikið með vinstra eyranu eins og er.

þriðjudagur, desember 09, 2003

Þá er það orðið ofisial, ég fer með lestinni til Kastrup kl. 00:25 aðfaranótt 21. desember n.k. Fór áðan og keypti mér miða svo ég þurfi örugglega ekki að standa, fékk líka sæti nálægt Þórunni og Helga sem taka sömu lest og ég. Komutími á Kastrup er kl. 05:56 og þá er bara að bíða í sex tíma eftir fluginu. Þetta verður skemmtilega leiðinlegt.

mánudagur, desember 08, 2003

Ég má nú ekki gleyma að minnast á það að Bergþóra ein mín besta vinkona er farin að blogga. Blogg frá stóra eplinu. Annars er svoldið skondið að ég hef talað mest við hana af öllum ættingjum og vinum síðan ég kom hingað út. Það er nefnilega mun ódýrara að hringja til Bandaríkjanna en heim. Og svo er náttúrulega líka svo ósköp gott að tala við hana.
Skiluðum í dag kaflanum okkar í verkefninu þannig að mér líður sæmilega í dag. Vonandi verður Bent Boel ekkert alltof óánægður með hann. Síðustu dagar hafa verið svoldið erfiðir, voðalegt stress. Borðaði mig sadda í fyrsta skipti áðan síðan einhvern tímann fyrir helgi. Það er líka að verða að venju að kúgast og æla á morgnanna og nei ég er ekki ólétt.
Það var skrítið að koma í skólann í morgun. Tölvustofan var alveg kúgfull af fólki og einhvern veginn spennu þrungið andrúmsloft þar inni. Það er greinilegt að ekki eru nema tæpar tvær vikur í verkefnaskil.
Jæja, ég ætla að slappa af í kvöld og svo er það hópfundur í fyrramálið.

föstudagur, desember 05, 2003

Er ekki oft drukkin á fimmtudagskvöldi, í kvöld er undantekningin sem sannar regluna. Var boðið í afmæli til Þórunnnar nágranna og mætti náttúrulega galvösk. Var reyndar ekki svo galvösk þar sem ég fékk sem kvíðakast seinnipartinn í gær. Ég var bara svo sannfærð um að verkefnið gangi ekki upp, við náum bara alls ekki að klára það. En eftir langt samtal við elsku mömmu mína og systur ákvað ég að fara þrátt fyrir allt að fara í afmælið. Ég sé ekki eftir því, það var mjög gaman. Átta fullir Íslendingar og einn edrú Pólverji getur það verið annað en skemmtilegt. Allavega ég skemmti mér vel og akkúrat núna hef ég engar sérstakar áhyggjur af þessu blessaða verkefni. En ég veit svosem líka að áhyggjuarnar og kvíðinn kemur aftur þegar ég vakna edrú á morgun. Þess vegna ætlum við Helga að hittast og fá okkur afréttara, tala um og skipuleggja verkefnið og síðan mæta eiturhressar í jólagleðina hjá deildinni annað kvöld. Eintómt stuð.
Og já, frábært að 200.000 naglbítar séu tilnefndir til tveggja verðlauna í íslensku tónlistarverðlaununum. Þeir eiga þetta skilið, eru að segja eitthvað sem skiptir máli ekki bara eitthvað út í bláinn eins og svo margir. Og ekki er síðra að Sigur rós er tilnefnd til Grammy verðlauna. Veit svo sem að það skiptir þá litlu máli en samt ef þeir vinna þá loksins er eitthvað að viti að gerast í þessu blessaða landi Bandaríkjunum. Það er því miður ekki oft sem það gerist þessa dagana.

fimmtudagur, desember 04, 2003

Erum að fara hitta kennarann klukkan 10 sem supervisar verkefnið okkar. Kvíði svoldið fyrir, hann verður örugglega jafn neikvæður og venjulega og nú er orðið of seint að breyta verkefninu verulega. Oh þetta líf, þetta líf.

miðvikudagur, desember 03, 2003

Je dúta mía, það á líklega að frysta hérna á aðfaranótt sunndagsins. Hvað gera bændur þá?
Ég sá svo fyndna konu í strætó í dag. Hún minnti mig á Rosario í Will and Grace. Hún var ábyggilega frá Filipseyjum eða eitthvað svoleiðis. Allavega konugreyið var klædd í svona víðan ljósan jakka með teygju um mjaðmirnar. En hárið var verst, stuttar krullur í vöngunum og svo sítt hár niður á rass sett í gegnum gat á svona ekta derhúfu sem hún hafði aftarlega á kollinum. Mjög fyndið.
Jæks, stressið svífur yfir vötnum sem aldrei fyrr. Gvöð hvað ég er farin að hata þetta verkefni, eigum alveg helling eftir og eigum að skila eftir rúmlega tvær vikur og ég bara nenni þessu ekki.

Mamma og Birna eru báðar í prófi í dag. Báðar í stærðfræði held ég bara. Þær fá örugglega hátt eins og alltaf. Svo eiga þær eitt próf eftir og eru þá komnar í jólafrí. Þá fara þær að baka og undirbúa jólin og umfram allt undirbúa komu mína. Eftir því sem heimferðin nálgast því uppteknari af henni verð ég. Er farin að plana hin minnstu smáatriði. Hvað ég eigi að hafa fyrir stafni í lestinni, á Kastrup og í flugvélinni og hvað ég eigi að kaupa í fríhöfninni.

Jæja ég verð að hætta þessu. Verð að fara og ná strætó til þess að hitta fja... hópinn minn.

þriðjudagur, desember 02, 2003

Hef lítið að gera í dag eins fáránlega og það hljómar. Hitti hópinn minn á morgun og er búin með það sem ég þurfti að gera fyrir það og meira til. Get því lítið gert þar til á morgun. Fór áðan niður í bæ að reyna að versla jólagjafir. Tókst að kaupa eina og hálfa en fékk hugmyndir að fleirum.

Fór í bíó í gærkvöldi á myndina Love Actually. Bara fín mynd, svona jóla kellingamynd, akkúrat það sem ég vildi sjá. Atriðin á flugvellinum höfðuðu sérstaklega til mín af augljósum ástæðum. Ég fæ bráðum að eiga svona móment :)

mánudagur, desember 01, 2003

Seint helt eg ad eg færi ad sakna kaffistofunnar a tjodarbokhlødunni. En her er engin kaffistofa svo ad eg hef ekkert bordad sidan half niu i morgun. Bara einhverjir asnalegir sjalfsalar her.
Ras tvø ordin 20 ara, mer finnst eg muna eftir tvi tegar hun byrjadi en eg er nu ekki viss um ad tad se rett. Enn eitt sem bendir til tess ad eg se ad verda gømul.
Jæja eg er farin, stræto og svo ræktin.
Hadegisfrettir a gufunni. Eg er komin halfa leidina heim.
Uff, eg er syfjud. Sit her a donsku bokasafni, skrifa um stækkun Evropusambandsins og hlusta a islensk jolaløg i gegnum netid. Tad er nu ekki beint til tess gert ad minnka heimtranna fyrir jolin. En tetta er allt ad koma, komin desember og ekki lengur trjar vikur tangad til eg fer heim heldur rumar tvær. Uff eg er halfsorgleg. En mer er alveg sama. Eg ætla ad halda afram ad hlusta a Helgu Møller og skrifa.