sunnudagur, desember 14, 2003

Keikó dáinn og búið að klófesta Saddam. Ég held að það sé ekkert samband þarna á milli. Daninn í hópnum mínum vissi hver Keikó var en Pólverjinn ekki. Þeir vita hins vegar báðir hver Saddam er.
Það verður frólegt að sjá hvað þeir gera við manninn. Hann á svosem allt illt skilið kallinn en kaninn hefur samt engan rétt til þess að láta lífláta hann með einhverjum hætti frekar en aðra menn. En kaninn hefur aðrar skoðanir á þessu en ég eins og á svo mörgu öðru í þessum heimi.



.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home