miðvikudagur, desember 03, 2003

Jæks, stressið svífur yfir vötnum sem aldrei fyrr. Gvöð hvað ég er farin að hata þetta verkefni, eigum alveg helling eftir og eigum að skila eftir rúmlega tvær vikur og ég bara nenni þessu ekki.

Mamma og Birna eru báðar í prófi í dag. Báðar í stærðfræði held ég bara. Þær fá örugglega hátt eins og alltaf. Svo eiga þær eitt próf eftir og eru þá komnar í jólafrí. Þá fara þær að baka og undirbúa jólin og umfram allt undirbúa komu mína. Eftir því sem heimferðin nálgast því uppteknari af henni verð ég. Er farin að plana hin minnstu smáatriði. Hvað ég eigi að hafa fyrir stafni í lestinni, á Kastrup og í flugvélinni og hvað ég eigi að kaupa í fríhöfninni.

Jæja ég verð að hætta þessu. Verð að fara og ná strætó til þess að hitta fja... hópinn minn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home