Komin heim á ströndina. Það er einfaldlega frábært. Var reyndar hrikalega þreytt í gær eftir langt ferðalag en sofnaði samt ekki fyrr en eftir miðnætti í gærkvöldi. Ég semsagt á endanum sleppti bara einni nótt í svefni, ég er ekki góð í því að sofa í lestum, flugvélum og flugvöllum.
Tanja hefur breyst alveg helling, orðin altalandi og syngur mikið. Hún var aðeins feimin fyrst en þekkti mig samt alveg. Áðan bjuggum við svo til fyllt brauðhorn, ég gerði fyllinguna með hjálp Tönju. Í kvöld er svo laufarbrauðsgerð. Lífið er yndislegt.
Tanja hefur breyst alveg helling, orðin altalandi og syngur mikið. Hún var aðeins feimin fyrst en þekkti mig samt alveg. Áðan bjuggum við svo til fyllt brauðhorn, ég gerði fyllinguna með hjálp Tönju. Í kvöld er svo laufarbrauðsgerð. Lífið er yndislegt.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home