Er ekki oft drukkin á fimmtudagskvöldi, í kvöld er undantekningin sem sannar regluna. Var boðið í afmæli til Þórunnnar nágranna og mætti náttúrulega galvösk. Var reyndar ekki svo galvösk þar sem ég fékk sem kvíðakast seinnipartinn í gær. Ég var bara svo sannfærð um að verkefnið gangi ekki upp, við náum bara alls ekki að klára það. En eftir langt samtal við elsku mömmu mína og systur ákvað ég að fara þrátt fyrir allt að fara í afmælið. Ég sé ekki eftir því, það var mjög gaman. Átta fullir Íslendingar og einn edrú Pólverji getur það verið annað en skemmtilegt. Allavega ég skemmti mér vel og akkúrat núna hef ég engar sérstakar áhyggjur af þessu blessaða verkefni. En ég veit svosem líka að áhyggjuarnar og kvíðinn kemur aftur þegar ég vakna edrú á morgun. Þess vegna ætlum við Helga að hittast og fá okkur afréttara, tala um og skipuleggja verkefnið og síðan mæta eiturhressar í jólagleðina hjá deildinni annað kvöld. Eintómt stuð.
Og já, frábært að 200.000 naglbítar séu tilnefndir til tveggja verðlauna í íslensku tónlistarverðlaununum. Þeir eiga þetta skilið, eru að segja eitthvað sem skiptir máli ekki bara eitthvað út í bláinn eins og svo margir. Og ekki er síðra að Sigur rós er tilnefnd til Grammy verðlauna. Veit svo sem að það skiptir þá litlu máli en samt ef þeir vinna þá loksins er eitthvað að viti að gerast í þessu blessaða landi Bandaríkjunum. Það er því miður ekki oft sem það gerist þessa dagana.
Og já, frábært að 200.000 naglbítar séu tilnefndir til tveggja verðlauna í íslensku tónlistarverðlaununum. Þeir eiga þetta skilið, eru að segja eitthvað sem skiptir máli ekki bara eitthvað út í bláinn eins og svo margir. Og ekki er síðra að Sigur rós er tilnefnd til Grammy verðlauna. Veit svo sem að það skiptir þá litlu máli en samt ef þeir vinna þá loksins er eitthvað að viti að gerast í þessu blessaða landi Bandaríkjunum. Það er því miður ekki oft sem það gerist þessa dagana.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home