föstudagur, desember 19, 2003

Gærdagurinn fór í það að njóta þess að gera ekki neitt, dúraði fyrir framan sjóvarpið og eldaði kjúkling. En í dag var jólahreingerningin hér á Poul Buas Vej og nú er allt orðið hreint og fínt. Kláraði líka loksins að pakka upp. Já ég átti smá eftir síðan ég kom í haust og því ekki seinna vænna að gera það núna rétt áður en ég fer heim aftur. Núna er planið að fara skotferð á bókasafnið því að ég á víst eftir að skila einni bók. Reyndar er erfitt að skjótast þangað þar sem það tekur hálftíma að fara þangað með strætó. Á bakaleiðinni ætla ég svo að kíkja á jólaæðið niðri í bæ, það er ekki seinna vænna að fara að kaupa þessar jólagjafir. Á bara eftir að sofa eina nótt hérna. Þeirri síðustu verður svo eytt í lestinni á leiðinni til Köben. Ohh það er verið að spila Snæfinn snjókarl á Létt. Þetta var uppáhalds jólalagið mitt þegar ég var krakki, sérstaklega út af skrítnu röddinni. Ahh þarna kom "skrítna röddin" nú er ég sko komin í jólaskap.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home