laugardagur, desember 20, 2003

Jæja þá er ég búin að pakka niður og er tilbúin að fara heim. Núna er bara að bíða þangað til klukkan fer að nálgast miðnætti og trítla svo til Þórunnar og Helga og taka leigubíl niður á lestarstöð. Ég er meira að segja búin að smyrja nesti, þetta er langt ferðalag og veitingarnar í lestinni eru svo ógeðslega dýrar. Já, ég er bara farin að hugsa eins og sannur Jóti eða segir maður Jótlendingur. En fyrir þá sem ekki vita eru þeir þekktir fyrir nísku sína hér í Danmörku.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home