sunnudagur, nóvember 30, 2003
Lærði í dag. Var síðan boðið í mat til íslensku nágranna minna elskulegu. Ætla að vakna í fyrramálið klukkan 7 og þvo þvott í síðasta sinn fyrir jólafrí og svo verður farið beint á bókasafnið.
laugardagur, nóvember 29, 2003
Lesandi um póstmódernisma í íslenskri sagnfræði á laugardagskvöldi og hafa gaman af. Ég held ég sé að verða klikkuð.
Einhverjir nágrannar mínir eru á fullu við að skjóta upp flugeldum í bakgarðinum og þetta eru engar smá bombur. Smá upphitun fyrir áramót á Skagaströnd.
Klukkan 10 í morgun arkaði ég út á pósthús að ná í pakka sem mamma sendi mér. Í honum voru föt sem hún keypti handa mér í Dublin og líka nammi. Nánar til tekið harðfiskur, súkkulaðirúsínur og lakkrís. Takk elsku mamma. Á leiðinni heim kom ég svo við í bakaríinu og keypti mér rúnstykki og kleinu. Hafði aldrei séð danska kleinu áður. Hún var ekki góð, alltof fitug. Ég hlakka til að fá kleinurnar hennar mömmu um jólin. Eftir þrjár vikur í kvöld tek ég lestina til Kastrup til að fara heim, gvuð hvað ég hlakka til.
föstudagur, nóvember 28, 2003
Jólin eru að koma í Aalborg. Í morgun var sett upp það stærsta jólatré sem ég hef á ævi minni séð í miðbænum. Það verður flott þegar það verður búið að kveikja á því. Þegar ég fór í gegnum bæinn í morgun var líka komið parísarhjól. Veit að vísu ekki hvort það tengist jólunum eitthvað en allavega það var ekki þarna í gær en í morgun var það komið. Það er alveg slatti stórt, veit ekki alveg hvort ég þori.
fimmtudagur, nóvember 27, 2003
Sá þetta á blogginu hjá Heiðrúnu frænku og ákvað að gera eitt stk til að kæta sjálfa mig. Smá egófílingur.
Take my Quiz on QuizYourFriends.com!
Take my Quiz on QuizYourFriends.com!
þriðjudagur, nóvember 25, 2003
Hef ekkert skrifað í dag en hef aldrei þessu vant ekkert voða samviskubit yfir því. Hitti hópinn minn á morgun og þarf að gera það áður en skriftir halda áfram. Var samt ekki algjört dusilmenni í dag því ég fór í ræktina. Já ég verð bara að segja það, ég er að verða ansi hrifin af Fitness-dk. Ræktin er ekki pökkuð af fólki, vel tækjum búin og bæði nýleg og snyrtileg. Það eru meira segja sjónvörp við mörg hlaupabrettin þannig að maður er ekki að deyja úr leiðinum á hlaupunum. Ég er nú samt ekki orðin húkt en vonandi verð ég það einhvern tímann. Þá væri kannski séns að þessi leiðinda aukakíló færu að týnast af manni.
mánudagur, nóvember 24, 2003
Nenni ekki að byrja að skrifa. Fæ alltaf þessa sömu tilfinningu og ég fékk yfir stærðfræðinni í menntaskóla, kvíðaverk í magann og vill gera allt annað en að læra. Ég þoli þetta ekki, skil ekki afhverju ég er svona. Ég verð að gera þetta.
sunnudagur, nóvember 23, 2003
Er að verða eins og svona klikkaður rithöfundur, sit heima allan daginn í náttfötunum. Í dag byrjaði ég að skrifa verkefnið, loksins. Það er viss léttir sem fylgir því, múrinn er rofinn. Annars er líf mitt ansi dapurlegt þessa dagana. Hátindur helgarinnar var að fara í ræktina í gærmorgun. Ég vaknaði virkilega sjálfviljug klukkan níu á laugardagsmorgni til þess að fara í ræktina. Það er sko saga til næsta bæjar. Ég held ég fari bara aftur á morgun.
laugardagur, nóvember 22, 2003
Laugardagsruslpósturinn er kominn í hús. Ég er að hugsa um að skima í gegnum hann til þess að reyna að finna einhverjar jólagjafir. Hér í Danaríki kemur nefnilega bunki af ruslpósti á laugardögum en ekki í svona smáskömmtum eins og heima.
Svo er ég búin að panta mér tíma, eða mamma öllu heldur, í klippingu og litum og litum og plokkun heima fyrir jólin. Ég ætla vera voða sæt um hátíðirnar og ekki er ráð nema í tíma sé tekið.
Svo er ég búin að panta mér tíma, eða mamma öllu heldur, í klippingu og litum og litum og plokkun heima fyrir jólin. Ég ætla vera voða sæt um hátíðirnar og ekki er ráð nema í tíma sé tekið.
föstudagur, nóvember 21, 2003
Hálf sorglegur dagur eitthvað. Ég er reyndar að verða ansi leið á þessu upp og niður skapsveiflum mínum. Stundum langar mig bara að fara heim og hætta þessu skólaveseni en stundum er þetta bara fínt. Ég veit þetta er eðlilegt en þetta er að verða svoldið þreytandi. Stressið er líka aðeins farið að plaga mig aftur en ég reyni að hafa stjórn á þessu. Ég var alltof stressuð fyrir þetta blessaða próf og svo gekk það bara betur en nokkurn hefði grunað.
Í dag er líka akkúrat mánuður þangað til ég fer heim og í dag keypti ég síðasta strætókort þessa árs. Þetta er búið að vera ótrúlega fljótt að líða. En gvuð hvað ég hlakka til að fara heim. Jólin hafa líka áhrif á þetta. Ég er ekki bara að fara heim heldur er ég líka að fara heim í jólafrí. Ég verð bara meira og meira jólabarn eftir því sem ég verð eldri. Jólin í fyrra voru líka frábær í alla staði og núna fæ ég meira að segja lengra frí en þá. Það er reyndar svo margt sem mig langar að gera. Ég vil náttúrulega vera sem mest fyrir norðan en samt vil ég líka heimsækja alla vini mína og ættingja fyrir sunnan og svona. Þetta kemst ekki allt fyrir en ég geri mitt besta. Maður getur víst ekki gert mikið meira en það hvað sem verkefnið er. Úff Danmörk, eða öllu heldur fjarlægðin frá Íslandi, hefur gert mig mjúka og væmna. Ég á svo eftir að faðma alla þegar ég kem heim og eins og þeir vita sem þekkja mig þá er ég ekki beinlínis þessi "knús"-týpa. En þetta er það sem "einveran" í útlöndum gerir manni. Ég hef bara ekki faðmað neinn að viti síðan ég kom hingað. Reyndar hefur hinn "ligeglaði" danski Rene Larsen hópfélagi minn faðmað mig nokkrum sinnum en hann er einmitt þessi "faðma alla"- týpa. En það er bara ekki það sama. En nú er nóg komið af þessu bulli, ég ætla að fá mér að spisa.
Í dag er líka akkúrat mánuður þangað til ég fer heim og í dag keypti ég síðasta strætókort þessa árs. Þetta er búið að vera ótrúlega fljótt að líða. En gvuð hvað ég hlakka til að fara heim. Jólin hafa líka áhrif á þetta. Ég er ekki bara að fara heim heldur er ég líka að fara heim í jólafrí. Ég verð bara meira og meira jólabarn eftir því sem ég verð eldri. Jólin í fyrra voru líka frábær í alla staði og núna fæ ég meira að segja lengra frí en þá. Það er reyndar svo margt sem mig langar að gera. Ég vil náttúrulega vera sem mest fyrir norðan en samt vil ég líka heimsækja alla vini mína og ættingja fyrir sunnan og svona. Þetta kemst ekki allt fyrir en ég geri mitt besta. Maður getur víst ekki gert mikið meira en það hvað sem verkefnið er. Úff Danmörk, eða öllu heldur fjarlægðin frá Íslandi, hefur gert mig mjúka og væmna. Ég á svo eftir að faðma alla þegar ég kem heim og eins og þeir vita sem þekkja mig þá er ég ekki beinlínis þessi "knús"-týpa. En þetta er það sem "einveran" í útlöndum gerir manni. Ég hef bara ekki faðmað neinn að viti síðan ég kom hingað. Reyndar hefur hinn "ligeglaði" danski Rene Larsen hópfélagi minn faðmað mig nokkrum sinnum en hann er einmitt þessi "faðma alla"- týpa. En það er bara ekki það sama. En nú er nóg komið af þessu bulli, ég ætla að fá mér að spisa.
fimmtudagur, nóvember 20, 2003
Lestur og aftur lestur. Það er svo mikil sjálfsvorkunn í gangi núna. Fékk mér meira að segja ógeðslega feitar franskar í kvöldmat af því að ég átti það svo mikið skilið nefnilega. Núna er mér illt í maganum og á það svo sannarlega skilið. Annars er dagurinn svo sem ekki ómögulegur í alla staði því að það er fimmtudagur í dag og það þýðir aðeins eitt: sjónvarpskvöld. Fyrst er það Heksene fra Warren Manor a.k.a. Charmed, Dawson Creek og svo hápunkturinn tvöfaldur Sex and the City. Núna er Dawson í loftinu og þess vegna blogga ég, ekkert alltof spennandi þáttur.
miðvikudagur, nóvember 19, 2003
Byrjaði að lesa kl. 9 í morgun og núna er ég í hádegishléi. Ætla að reyna að vera dugleg fram eftir degi. Enda ekki seinna vænna því í dag er nákvæmlega mánuður þangað til við eigum að skila verkefninu. Við erum ekkert byrjuð að skrifa en vonandi loksins búin að ákveða efnið. Þetta verður strembið en reddast sjálfsagt eins og venjulega.
mánudagur, nóvember 17, 2003
European Union Eastern Enlargement, um það snýst tilvera mín þessa dagana. Veit þó meira um Evrópusambandið en áður en aðallega bara að það er miklu flóknara fyrirbæri en mig hefði nokkurn tímann grunað. Mikið gagn í því. En jæja ég er hætt að læra í kvöld, ég ætla að slökkva á tölvunni.
sunnudagur, nóvember 16, 2003
laugardagur, nóvember 15, 2003
Hvert langar mig að fara og vera næsta haust? Ég þarf að fara að finna og sækja um internship hjá einhverjum samtökum eða stofnun sem koma International Relations við. Hefur einhver góða hugmynd? Þarf helst að koma Evrópu eitthvað við. Ég hef allavega ekki hugmynd um hvert ég vil fara eða hvað ég vil gera.
Ótrúlegur dagur. Veit ekki alveg hvað ég á að segja. Fór og hitti hópinn minn um hádegi og þá voru einkunnirnar úr prófinu hræðilega komnar upp. Ég var í alvöru smá hrædd við að falla en vonaðist samt til þess að fá 7 og kannski 8 ef guðirnir yrðu sérstaklega góðir. En á danska einkunna skalanum verður að fá 6 til að ná. Allavega ég kíkti á töfluna og þarna stóð það 101078 = 11. Ég fékk sjokk og er enn í sjokki. Ég fór tvisvar og kíkti á þetta og líka hvort það væri einhver annar sem ætti sama afmælisdag og ég. Þetta getur eiginlega ekki verið rétt einkunn því þetta þýðir að ég og einhver einn annar erum með hæstu einkunn af þessum 90 sem eru í þessu námi. Ég sem sagði við hópinn minn að ef ég félli þá væri ég ekki viss um að ég myndi taka prófið aftur, frekar myndi ég bara slútta þessu og fara að gera eitthvað annað.
Þetta er eiginlega hálf asnalegt. Ég er búin að vera segja öllum hversu hræðilega þetta gekk og undirbúa mig og aðra fyrir lélega einkunn. En þetta er einmitt málið, ég kann ekkert á þetta nýja skólaumhverfi og veit ekkert við hverju ég á að búast. Ágætt meðan það kemur manni svona skemmtilega á óvart. Gvuð hvað mamma á eftir að segja:ég sagði það. Get að vísu ekki sagt henni þetta strax, hún og pabbi eru í Dublin. Hún ætlar m.a. að kaupa eitthvað fallegt handa litlu stelpunni sinni.
Bíó í kvöld væntanlega, Matrix nema hvað.
Þetta er eiginlega hálf asnalegt. Ég er búin að vera segja öllum hversu hræðilega þetta gekk og undirbúa mig og aðra fyrir lélega einkunn. En þetta er einmitt málið, ég kann ekkert á þetta nýja skólaumhverfi og veit ekkert við hverju ég á að búast. Ágætt meðan það kemur manni svona skemmtilega á óvart. Gvuð hvað mamma á eftir að segja:ég sagði það. Get að vísu ekki sagt henni þetta strax, hún og pabbi eru í Dublin. Hún ætlar m.a. að kaupa eitthvað fallegt handa litlu stelpunni sinni.
Bíó í kvöld væntanlega, Matrix nema hvað.
miðvikudagur, nóvember 12, 2003
Er ekkert búin að læra í dag. Las jú eina skitna grein áðan. Er bara búin að horfa á sjónvarp og netast. Dauði og djöfull, ég er svo löt.
þriðjudagur, nóvember 11, 2003
Meikaði ekki sambandsleysið. Er ekki alveg upp á mitt besta og ákvað því bara að taka rútu í bæinn í kvöld. Þetta var samt ágætt. Aðalaðdráttaraflið í Lökken er víst ströndin. Og jú jú vissulega var strönd þarna en sjórinn var náttúrulega alveg jafn kaldur og í venjulegri íslenskri fjöru. Skildi því ekki alveg þetta strandarbull.
Ég eignaðist frænda í dag. Enn meira að hlakka til þegar ég fer heim. Ég verð að fara í H&M fljótlega og kaupa eitthvað fallegt handa honum. Alltaf skemmtilegt að kaupa barnaföt.
Ég eignaðist frænda í dag. Enn meira að hlakka til þegar ég fer heim. Ég verð að fara í H&M fljótlega og kaupa eitthvað fallegt handa honum. Alltaf skemmtilegt að kaupa barnaföt.
mánudagur, nóvember 10, 2003
Svo er það Lökken á morgun. Sólarhringsferð með krökkunum í skólanum. Lökken er víst einhver bær hérna á Jótlandi. Verð ekki í netsambandi í rúman sólarhring, ó mæ god.
Systir mín elskuleg er 22 ára í dag. Hún er besta systir í heimi. Þegar við vorum litlar þá rifumst við eins og hundur og köttur og á unglingsárunum áttum við ekki mikið sameinginlegt enda þrjú ár á milli okkar. En síðustu árin höfum við tengst meira og meira og ekki eyðilagði það nú þegar hún eignaðist yndislegasta barn í heimi. Í ágúst s.l. var ég svo heima í heilan mánuð, sem er meira en í mörg ár, og ég eyddi mikið af þeim tíma með þeim mæðgum. Það gerði herslumuninn. Nú er hún ein þeirra fáu í þessum heimi sem mér finnst geta sagt allt. Úff nú fer ég bara að gráta. Þetta er eitt af því góða við að vera í útlöndum, maður fattar hvað maður á frábæra fjölskyldu og vini. Ég er svo heppin.
laugardagur, nóvember 08, 2003
Tiltölulega bjartur dagur í dag. Búin að lesa í nokkra tíma og ég held meira að segja að ég hafi verið að lesa eitthvað sem kemur verkefninu við. Í kvöld er svo stefnan að fara til Daggar og kíkja svo aðeins út á lífið. Gott mál.
föstudagur, nóvember 07, 2003
Þetta er búin að vera erfið vika. Ég hef verið svo stressuð og kvíðin. Skólinn er aðalástæðan, hann er bara fjandi erfiður, og svo er það önnur atriði sem hafa líka áhrif eins og árstíminn og að vera einn í útlöndum. Ég hef að vísu aldrei þolað nóvember. Það er eitthvað svo dimmt og ömurlegt sem skánar svo þegar jólin fara að nálgast verulega í desember. En allavega ég er skárri núna. Ég er farin að borða aftur og vonandi sef ég almennilega í nótt. Svo er bara að vera duglegur að læra.
mánudagur, nóvember 03, 2003
Ég hef tekið upp nokkra nýja siði hér í Danaríki. Fyrst ber að nefna að ég er farin að sofa í sérlegum náttbuxum og hef meira segja fjárfest í einum slíkum. Þetta orsakast af því að hér er stundum svoldið kalt og svo deili ég baðherbergi með Litháanum Kostas og nenni ekki að klæða mig í hvert einasta skipti sem ég fer á klóið. Ég er líka farin að taka plastpoka með mér út í búð þegar ég versla, þeir eru nefnilega svo ferlega dýrir hérna. Ég myndi sjálfsagt seint gera þetta heima. Svo hef ég minnkað kókdrykkju mína mjög mikið, það freistar mín ekki einu sinni þegar ég fer út í búð. Þetta er vegna þess að kókið hérna er náttúrulega ekki eins gott og heima en líka vegna þess að flöskurnar eru svo ljótar. Þær eru svona allar skrapaðar einhvern veginn og greinilega margnotaðar. Hver segir svo að útlit skipti ekki máli.
Spurning: Á einstaklingur í masters-námi í Evrópufræðum að vita að Ísland er eyja og þar að leiðandi umlukið sjó á alla kanta?
Svar: Já, þar sem Ísland telst þrátt fyrir smæð sína vera hluti af Evrópu og einstaklingur í þessu námi á að hafa kynnt sér grundvallaratriði í landafræði.
Fékk virkilega þá spurningu í annað sinn hvort ég ætlaði að keyra heim í jólafrí. Það sem gerði þetta svo enn verra er að þetta var sama manneskjan og spurði síðast.
Svar: Já, þar sem Ísland telst þrátt fyrir smæð sína vera hluti af Evrópu og einstaklingur í þessu námi á að hafa kynnt sér grundvallaratriði í landafræði.
Fékk virkilega þá spurningu í annað sinn hvort ég ætlaði að keyra heim í jólafrí. Það sem gerði þetta svo enn verra er að þetta var sama manneskjan og spurði síðast.
laugardagur, nóvember 01, 2003
Fór til Þórunnar og við fengum okkur þynnkuborgara. Svo komu Dögg og Stjáni og við tókum Idol maraþon. Horfðum á fjóra fyrstu þættina. Þetta er nú bara ansi skemmtilegt verð ég að segja. Simmi og Jói alveg frábærir og fyndið að sjá allt þetta fólk sem getur ekki sungið frekar en ég. Skrítið að sjá aftur íslenskt sjónvarpsefni og íslenskt umhverfi, maður er orðin svoldið vanur þessu danska.