föstudagur, nóvember 07, 2003

Þetta er búin að vera erfið vika. Ég hef verið svo stressuð og kvíðin. Skólinn er aðalástæðan, hann er bara fjandi erfiður, og svo er það önnur atriði sem hafa líka áhrif eins og árstíminn og að vera einn í útlöndum. Ég hef að vísu aldrei þolað nóvember. Það er eitthvað svo dimmt og ömurlegt sem skánar svo þegar jólin fara að nálgast verulega í desember. En allavega ég er skárri núna. Ég er farin að borða aftur og vonandi sef ég almennilega í nótt. Svo er bara að vera duglegur að læra.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home