laugardagur, nóvember 29, 2003

Klukkan 10 í morgun arkaði ég út á pósthús að ná í pakka sem mamma sendi mér. Í honum voru föt sem hún keypti handa mér í Dublin og líka nammi. Nánar til tekið harðfiskur, súkkulaðirúsínur og lakkrís. Takk elsku mamma. Á leiðinni heim kom ég svo við í bakaríinu og keypti mér rúnstykki og kleinu. Hafði aldrei séð danska kleinu áður. Hún var ekki góð, alltof fitug. Ég hlakka til að fá kleinurnar hennar mömmu um jólin. Eftir þrjár vikur í kvöld tek ég lestina til Kastrup til að fara heim, gvuð hvað ég hlakka til.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home