Systir mín elskuleg er 22 ára í dag. Hún er besta systir í heimi. Þegar við vorum litlar þá rifumst við eins og hundur og köttur og á unglingsárunum áttum við ekki mikið sameinginlegt enda þrjú ár á milli okkar. En síðustu árin höfum við tengst meira og meira og ekki eyðilagði það nú þegar hún eignaðist yndislegasta barn í heimi. Í ágúst s.l. var ég svo heima í heilan mánuð, sem er meira en í mörg ár, og ég eyddi mikið af þeim tíma með þeim mæðgum. Það gerði herslumuninn. Nú er hún ein þeirra fáu í þessum heimi sem mér finnst geta sagt allt. Úff nú fer ég bara að gráta. Þetta er eitt af því góða við að vera í útlöndum, maður fattar hvað maður á frábæra fjölskyldu og vini. Ég er svo heppin.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home